Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 17:42 Ríkissaksóknari hefur ekki tjáð sig um ummæli Helga Magnúsar þar til nú. vísir/vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?,“ skrifaði Helgi á Facebook við umfjöllun fréttastofu um upplifun hinsegin hælisleitanda af því að vera sakaður um að ljúga til um kynhneigð sína. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og yfirmaður Helga hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, þar til nú. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segist Sigríður hafa áminnt Helga í gær, fimmtudag, vegna ummælanna. Mbl.is greindi fyrst frá. Áminning Sigríðar er reist á því að ummæli Helga hafi „varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt,“ og vísar hún til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ummælin hafi grafið undan virðingu og trausti til embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.vísir/vilhelm „Hér ber að undirstrika að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Vararíkissaksóknara ber því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu,“ segir í svari Sigríðar. Í kjölfar ummælanna sagði Helgi Magnús að sér þyki vænt um samkynhneigða en ekki megi gera ráð fyrir að allir segðu satt til um kynhneigð sína. Skaðinn var þó skeður enda vöktu ummælin hörð viðbrögð. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði ummæli Helga slá sig illa og Samtökin '78 kærðu vararíkissaksóknarann til lögreglu þar sem þau telja ummælin falla undir hatursorðræðu. Sigríður áréttir að lokum að áminningin varði einungis háttsemi vararíkissaksóknara utan starfs en „ekki störf hans sem vararíkissaksóknari sem engar athugasemdir hafa verið gerðar við.“ Hinsegin Hælisleitendur Dómstólar Tengdar fréttir Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?,“ skrifaði Helgi á Facebook við umfjöllun fréttastofu um upplifun hinsegin hælisleitanda af því að vera sakaður um að ljúga til um kynhneigð sína. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og yfirmaður Helga hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, þar til nú. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segist Sigríður hafa áminnt Helga í gær, fimmtudag, vegna ummælanna. Mbl.is greindi fyrst frá. Áminning Sigríðar er reist á því að ummæli Helga hafi „varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt,“ og vísar hún til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ummælin hafi grafið undan virðingu og trausti til embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.vísir/vilhelm „Hér ber að undirstrika að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Vararíkissaksóknara ber því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu,“ segir í svari Sigríðar. Í kjölfar ummælanna sagði Helgi Magnús að sér þyki vænt um samkynhneigða en ekki megi gera ráð fyrir að allir segðu satt til um kynhneigð sína. Skaðinn var þó skeður enda vöktu ummælin hörð viðbrögð. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði ummæli Helga slá sig illa og Samtökin '78 kærðu vararíkissaksóknarann til lögreglu þar sem þau telja ummælin falla undir hatursorðræðu. Sigríður áréttir að lokum að áminningin varði einungis háttsemi vararíkissaksóknara utan starfs en „ekki störf hans sem vararíkissaksóknari sem engar athugasemdir hafa verið gerðar við.“
Hinsegin Hælisleitendur Dómstólar Tengdar fréttir Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41
Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35
Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49