Snýst ekki aðeins um að ríða hratt heldur ríða rétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 11:15 Marjon Pasmooij á Karítas frá Kirkjufelli og Karri Bruskotter á Skuld frá Stokkseyri koma í mark við Gunnarsholt í gær. Sex knapar, fjórir erlendir og tveir íslenskir, keppa nú í þolreiðum á hálendi Íslands - á baki íslenska hestsins. Skipuleggjendur þvertaka fyrir að velferð hestanna sé stefnt í hættu með fyrirkomulagi keppninnar; hún snúist ekki aðeins um að ríða hratt heldur ríða rétt. Hvert lið samanstendur af knapa, tveimur aðstoðarmönnum og þremur hestum. Á fyrsta keppnisdegi í gær var riðið um Landsveit, frá Skarði að Gunnarsholti. Hermann Árnason, úr liði Líflands, leiddi eftir daginn með einnar mínútu forskot á næsta knapa. Ekki er farið hratt yfir en sigurvegarinn verður þó á endanum sá sem klárar á stystum tíma. „Þrír dagar eftir, það getur allt gerst og mjótt á munum,“ segir Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga, en fréttastofa náði tali af henni á þolreiðarslóðum við Landmannahelli í morgun. Borið hefur á gagnrýni í garð keppninnar af hálfu dýraverndarsamtaka í aðdraganda hennar; því haldið fram að velferð hestanna sé ekki gætt nægilega vel en riðnir eru tveir 35 kílómetra leggir á dag. Berglind segir hins vegar ítrustu varúðar gætt. „Dýralæknir er með í för og það var gerð dýralæknaskoðun í upphafi keppni þar sem farið var yfir ástand hestanna. Svo í lok hvers leggjar er gerð ítarleg dýralæknaskoðun, mældur púls og áverkaskoðun, og fyllsta öryggis gætt með hestana,“ segir Berglind. Knapar fái refsistig, mælist púls hestanna of hár í lok reiðar. „Og ef einhverjir áverkar sjást. Og ef það er alvarlegt eru hestarnir úr leik. En það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Berglind. Björk Jakobsdóttir er leiðsögumaður í þolreið Landssambands hestamannafélaga.Vísir/Vilhelm Björk Jakobsdóttir, leikstjóri og leiðsögumaður í þolreiðinni, slær einnig á áhyggjur dýraverndunarsinna. „Mér finnst þetta bara ofsalega skemmtilegt og fróðlegt að fá að taka þátt í þessu. Ég hefði ekki gert það nema vitandi það að velferð dýranna er í fyrirrúmi. Þetta snýst ekki bara um að ríða hratt. Þetta snýst um að ríða rétt,“ segir Björk. Hestar Hestaíþróttir Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30 Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hvert lið samanstendur af knapa, tveimur aðstoðarmönnum og þremur hestum. Á fyrsta keppnisdegi í gær var riðið um Landsveit, frá Skarði að Gunnarsholti. Hermann Árnason, úr liði Líflands, leiddi eftir daginn með einnar mínútu forskot á næsta knapa. Ekki er farið hratt yfir en sigurvegarinn verður þó á endanum sá sem klárar á stystum tíma. „Þrír dagar eftir, það getur allt gerst og mjótt á munum,“ segir Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga, en fréttastofa náði tali af henni á þolreiðarslóðum við Landmannahelli í morgun. Borið hefur á gagnrýni í garð keppninnar af hálfu dýraverndarsamtaka í aðdraganda hennar; því haldið fram að velferð hestanna sé ekki gætt nægilega vel en riðnir eru tveir 35 kílómetra leggir á dag. Berglind segir hins vegar ítrustu varúðar gætt. „Dýralæknir er með í för og það var gerð dýralæknaskoðun í upphafi keppni þar sem farið var yfir ástand hestanna. Svo í lok hvers leggjar er gerð ítarleg dýralæknaskoðun, mældur púls og áverkaskoðun, og fyllsta öryggis gætt með hestana,“ segir Berglind. Knapar fái refsistig, mælist púls hestanna of hár í lok reiðar. „Og ef einhverjir áverkar sjást. Og ef það er alvarlegt eru hestarnir úr leik. En það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Berglind. Björk Jakobsdóttir er leiðsögumaður í þolreið Landssambands hestamannafélaga.Vísir/Vilhelm Björk Jakobsdóttir, leikstjóri og leiðsögumaður í þolreiðinni, slær einnig á áhyggjur dýraverndunarsinna. „Mér finnst þetta bara ofsalega skemmtilegt og fróðlegt að fá að taka þátt í þessu. Ég hefði ekki gert það nema vitandi það að velferð dýranna er í fyrirrúmi. Þetta snýst ekki bara um að ríða hratt. Þetta snýst um að ríða rétt,“ segir Björk.
Hestar Hestaíþróttir Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30 Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30
Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00