Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2022 14:30 Linda Karen hefur meðal annars áhyggjur af því að knaparnir séu einir með hestunum í þolrauninni, þar sem enginn sjái til. Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. Survive Iceland er liðakeppni þar sem hvert lið samanstendur af einum knapa, tveimur aðstoðarmönnum og þremur hestum. Á hverjum degi ríður hver knapi um 50-70 kílómetra á tveimur hestum. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir í skoðunargrein á Vísi að dagleiðirnar töluvert lengri en hefðbundið sé í hestamennsku hér á landi. Sambandið hafi áhyggjur af velferð hesta í keppninni. „Samkvæmt keppnisreglum fá keppendur þrjá hesta hver og velja tvo þeirra til reiðar hvern dag. Hins vegar mega knapar velja sama hestinn alla dagana. Þetta þýðir að sumir hestar gætu þurft að fara allt að 35 km dagleið fjóra daga í röð undir knapa. Að hestar fái ekki hvíld undir svo miklu álagi eykur líkur á slysum, ofreynslu og álagsmeiðslum,“ segir Linda. Hestarnir fái ekki tækifæri til að jafna sig milli daga í keppninni, eins og hefðbundið sé í öðrum keppnisgreinum t.d. á Landsmóti hestamanna. Segja velferð hestanna leiðarljós keppninnar Á heimasíðu keppninnar segir að áður en keppnin hefjist sé framkvæmd dýralæknaskoðun þar sem ástand hestsins er kannað í þaula. Framkvæmd er áverkaskoðun, skoðað upp í munn, þreifað fyrir eymslum í baki, prófað fyrir helti og fleira. „Velferð, öryggi og virðing fyrir hestunum er algjört leiðarljós keppninnar. Í lok hvers áfanga er framkvæmd dýralæknaskoðun þar sem mæld er öndun og púls, fætur og bak skoðað og hvort hesturinn hefur hlotið einhverja áverka. Ef púls hestsins er yfir ákveðnum mörkum 30 mín. eftir að komið er í mark fær knapi refsistig og mínútur bætast við tímann. Einnig fær knapi refsistig ef áverkar eru sýnilegir. Þannig er ekki endilega sá sem kemur fyrstur í mark með besta tímann á hverjum legg.“ Liðin sem keppa að þessu sinni eru sex: Lið Líflands - Hermann Árnason - Ísland Lið Íslandshesta - Marjon Pasmooij - Holland Lið Tamangur/Hestalands - Sami Browneller - USA Lið Eldhesta - Sigurjón Bjarnason - Ísland Lið Stálnausts - Karri Bruscotter - USA Lið H. hestaferða - Emelie Sellberg - Svíþjóð Segir varasamt að knapar séu einir með hestunum „Í nágrannalöndum okkar eiga knapar að vera með sína eigin hesta í þolreiðarkeppnum, sem þeir þjálfa og þekkja vel. Þessar forsendur eru fyrir hendi til að verja heilsu og velferð hestanna. Í þessari keppni munu erlendir keppendur ekki koma til með að þekkja hestana og vita því ekki hver þreytumerki þeirra eru.“ Þá verði keppendur sömuleiðis einir með hestana á meðan keppni stendur sem er varasamt. „Sívöktunarbúnaður sem fylgist með púlsi verður ekki notaður, en í nágrannalöndum okkar er jafnan notast við slíkan búnað til að fylgjast með ástandi hesta í þolreiðarkeppnum. Eftirlit með lífsmörkum og þar með velferð hestanna verður því ekki til staðar nema eftir um 25-35 km langan legg þegar dýralæknaskoðun á sér stað. Hestarnir verða því alfarið undir náð keppenda komnir á leiðinni.“ Dýraverndarsamband Íslands telji velferð hesta ekki gætt með því fyrirkomulagi sem verði fyrir hendi í þessari keppni. „Mótshaldarar eru eindregið hvattir til að skoða skipulag keppninnar og bæta það með tilliti til velferðar hesta.“ Íslenski hesturinn þjóðargersemi Skipuleggjendur segja að gætt verði vel að velferð hestanna í keppninni með reglubundnum skoðunum og Ytra eftirlit Matvælastofnunar muni fara fram að keppni lokinni. „Tilgangurinn með að endurvekja þolreiðar á Íslandi er margþættur. Fyrst og fremst er verið að hefja aftur til vegs og virðingar hið forna aðalsmerki íslenska hestsins, þ.e. þol og úthald. Þá er tilgangurinn líka að auka áhuga hestamanna á þoli og þreki eigin hesta og gera þolreiðar að keppnisgrein hér á landi. Þolreið er vel til þess fallin að auka áhuga almennings sem jafnan stundar ekki hestamennsku, til að fylgjast með hestaíþrótt sem er einföld og auðskiljanleg,“ segir á heimasíðu keppninnar. „Íslenski hesturinn er þjóðargersemi. Hann hefur fylgt þjóðinni frá landnámi, var þarfasti þjónninn og þurfti að vera sterkur, úthaldsmikill og fara hratt yfir. Okkur Íslendingum ber skylda til að varðveita styrk hans og úthald.“ Hestaíþróttir Dýraheilbrigði Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Survive Iceland er liðakeppni þar sem hvert lið samanstendur af einum knapa, tveimur aðstoðarmönnum og þremur hestum. Á hverjum degi ríður hver knapi um 50-70 kílómetra á tveimur hestum. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir í skoðunargrein á Vísi að dagleiðirnar töluvert lengri en hefðbundið sé í hestamennsku hér á landi. Sambandið hafi áhyggjur af velferð hesta í keppninni. „Samkvæmt keppnisreglum fá keppendur þrjá hesta hver og velja tvo þeirra til reiðar hvern dag. Hins vegar mega knapar velja sama hestinn alla dagana. Þetta þýðir að sumir hestar gætu þurft að fara allt að 35 km dagleið fjóra daga í röð undir knapa. Að hestar fái ekki hvíld undir svo miklu álagi eykur líkur á slysum, ofreynslu og álagsmeiðslum,“ segir Linda. Hestarnir fái ekki tækifæri til að jafna sig milli daga í keppninni, eins og hefðbundið sé í öðrum keppnisgreinum t.d. á Landsmóti hestamanna. Segja velferð hestanna leiðarljós keppninnar Á heimasíðu keppninnar segir að áður en keppnin hefjist sé framkvæmd dýralæknaskoðun þar sem ástand hestsins er kannað í þaula. Framkvæmd er áverkaskoðun, skoðað upp í munn, þreifað fyrir eymslum í baki, prófað fyrir helti og fleira. „Velferð, öryggi og virðing fyrir hestunum er algjört leiðarljós keppninnar. Í lok hvers áfanga er framkvæmd dýralæknaskoðun þar sem mæld er öndun og púls, fætur og bak skoðað og hvort hesturinn hefur hlotið einhverja áverka. Ef púls hestsins er yfir ákveðnum mörkum 30 mín. eftir að komið er í mark fær knapi refsistig og mínútur bætast við tímann. Einnig fær knapi refsistig ef áverkar eru sýnilegir. Þannig er ekki endilega sá sem kemur fyrstur í mark með besta tímann á hverjum legg.“ Liðin sem keppa að þessu sinni eru sex: Lið Líflands - Hermann Árnason - Ísland Lið Íslandshesta - Marjon Pasmooij - Holland Lið Tamangur/Hestalands - Sami Browneller - USA Lið Eldhesta - Sigurjón Bjarnason - Ísland Lið Stálnausts - Karri Bruscotter - USA Lið H. hestaferða - Emelie Sellberg - Svíþjóð Segir varasamt að knapar séu einir með hestunum „Í nágrannalöndum okkar eiga knapar að vera með sína eigin hesta í þolreiðarkeppnum, sem þeir þjálfa og þekkja vel. Þessar forsendur eru fyrir hendi til að verja heilsu og velferð hestanna. Í þessari keppni munu erlendir keppendur ekki koma til með að þekkja hestana og vita því ekki hver þreytumerki þeirra eru.“ Þá verði keppendur sömuleiðis einir með hestana á meðan keppni stendur sem er varasamt. „Sívöktunarbúnaður sem fylgist með púlsi verður ekki notaður, en í nágrannalöndum okkar er jafnan notast við slíkan búnað til að fylgjast með ástandi hesta í þolreiðarkeppnum. Eftirlit með lífsmörkum og þar með velferð hestanna verður því ekki til staðar nema eftir um 25-35 km langan legg þegar dýralæknaskoðun á sér stað. Hestarnir verða því alfarið undir náð keppenda komnir á leiðinni.“ Dýraverndarsamband Íslands telji velferð hesta ekki gætt með því fyrirkomulagi sem verði fyrir hendi í þessari keppni. „Mótshaldarar eru eindregið hvattir til að skoða skipulag keppninnar og bæta það með tilliti til velferðar hesta.“ Íslenski hesturinn þjóðargersemi Skipuleggjendur segja að gætt verði vel að velferð hestanna í keppninni með reglubundnum skoðunum og Ytra eftirlit Matvælastofnunar muni fara fram að keppni lokinni. „Tilgangurinn með að endurvekja þolreiðar á Íslandi er margþættur. Fyrst og fremst er verið að hefja aftur til vegs og virðingar hið forna aðalsmerki íslenska hestsins, þ.e. þol og úthald. Þá er tilgangurinn líka að auka áhuga hestamanna á þoli og þreki eigin hesta og gera þolreiðar að keppnisgrein hér á landi. Þolreið er vel til þess fallin að auka áhuga almennings sem jafnan stundar ekki hestamennsku, til að fylgjast með hestaíþrótt sem er einföld og auðskiljanleg,“ segir á heimasíðu keppninnar. „Íslenski hesturinn er þjóðargersemi. Hann hefur fylgt þjóðinni frá landnámi, var þarfasti þjónninn og þurfti að vera sterkur, úthaldsmikill og fara hratt yfir. Okkur Íslendingum ber skylda til að varðveita styrk hans og úthald.“
Hestaíþróttir Dýraheilbrigði Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira