Fótbolti

Alfons mætir Arsenal | Þægilegur riðill hjá United

Valur Páll Eiríksson skrifar
Alfons og félagar gerðu frábærlega í Sambandsdeildinni í fyrra þar sem þeir fóru alla leið í 8-liða úrslit. Geta þeir endurtekið leikinn í Evrópudeildinni í ár?
Alfons og félagar gerðu frábærlega í Sambandsdeildinni í fyrra þar sem þeir fóru alla leið í 8-liða úrslit. Geta þeir endurtekið leikinn í Evrópudeildinni í ár? Giuseppe Maffia/NurPhoto via Getty Images

Dregið var í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í hádeginu. Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt frá Noregi drógust í riðil með enska stórliðinu Arsenal og þá fer Elías Rafn Ólafsson til Rómarborgar.

Bodö á ærið verkefni fyrir höndum í A-riðli keppninnar þar sem bæði Arsenal og PSV Eindhoven eru einnig. Fjórða liðið í riðlinum er FC Zurich frá Sviss.

Midtjylland, félag Elíasar Rafns Ólafssonar, á einnig strembið verkefni fyrir höndum. Liðið dróst í F-riðil sem það deilir með Lazio frá Ítalíu og Feyenoord frá Hollandi auk Sturm Graz frá Austurríki.

Olympiakos, lið Ögmunds Kristinssonar, er í G-riðli ásamt Qarabag frá Aserbaídsjan, Freiburg frá Þýskalandi og Nantes frá Frakklandi.

Manchester United mætir Real Sociedad frá Spáni en er einnig með Sheriff Tiraspol frá Moldóvu og Omonoia frá Kýpur í E-riðli.

Sambandsdeildarmeistarar Roma eru í C-riðli ásamt spænsku bikarmeisturunum Real Betis auk HJK Helsinki frá Finnlandi.

Riðlana í heild má sjá að neðan.

A-riðill

  • Arsenal (England)
  • PSV Eindhoven (Holland)
  • Bodö/Glimt (Noregur)
  • FC Zurich (Sviss)

B-riðill

  • Dinamo Kiev (Úkraína)
  • Stade Rennais (Frakkland)
  • Fenebahce (Tyrkland)
  • AEK Aþena (Grikkland)

C-riðill

  • AS Roma (Ítalía)
  • Ludogorets (Búlgaría)
  • Real Betis (Spánn)
  • HJK Helsinki (Finnland)

D-riðill

  • Braga (Portúgal)
  • Malmö FF (Svíþjóð)
  • Union Berlín (Þýskaland)
  • Union Saint-Gilloise (Belgía)

E-riðill

  • Manchester United (England)
  • Real Sociedad (Spánn)
  • Sheriff Tiraspol (Moldóva)
  • Omonoia (Kýpur)

F-riðill

  • Lazio (Ítalía)
  • Feyenoord (Holland)
  • Midtjylland (Danmörk)
  • Sturm Graz (Austurríki)

G-riðill

  • Olympiakos (Grikkland)
  • Qarabag (Aserbaídsjan)
  • Freiburg (Þýskaland)
  • Nantes (Frakkland)

H-riðill

  • Rauða stjarnan (Serbía)
  • AS Mónakó (Frakkland)
  • Ferencvaros (Ungverjaland)
  • Trabzonspor (Tyrkland)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×