Innlent

Kær­leiks­stund á Blönd­u­ós­i á morg­un

Samúel Karl Ólason skrifar
Andlat

Haldin verður svokölluð kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi annað kvöld. Leggja á friðarkerti á hlaupabrautina og sýna samhug og hluttekningu til þeirra sem eiga um sárt að binda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarstjórn Húnabyggðar sem birt var í kvöld.

Það er eftir að maður skaut konu til bana og særði eiginmann hennar alvarlega um síðustu helgi. Sonur hjónanna banaði svo árásarmanninum, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Sveitarstjórnin biður alla þá sem vilja senda góða strauma og hlýju að mæta og taka þátt í kærleiksstundinni, sem hefst klukkan níu annað kvöld við nýja vallarhúsið.


Tengdar fréttir

Ó­sáttur að rann­sóknin heyri undir annað em­bætti

Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra segist ekki sammála því að rannsóknir mála, eins og þess voðaverks sem upp kom á Blönduósi á sunnudag, eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, hefur ekki veitt upplýsingar um framgang rannsóknarinnar til þessa.

Enn margir þættir málsins óljósir

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir.

Notaðist við afsagaða haglabyssu

Upplýsingar liggja ekki fyrir um það hver það var sem lét lögreglu vita af skotárásinni á Blönduósi á sunnudag en lögregla var komin á vettvang um 15 til 20 mínútum eftir að tilkynning barst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×