Lífið

Idris Elba og Baltasar Kormákur skemmtu sér vel í London

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Will Packer, Idris Elba og Baltasar Kormakur.
Will Packer, Idris Elba og Baltasar Kormakur. Getty/David M. Benett

Sérstök Universal Pictures sýning á kvikmyndinni Beast fór fram í London í gær. Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar mætti á frumsýninguna ásamt fjölskyldu sinni.

Idris Elba og Baltasar voru í stuði á fjölmiðladreglinum fyrir sýninguna. Þeir stilltu sér meðal annars upp með Will Packer framleiðanda myndarinnar. Baltasar gaf sér góðan tíma til þess að ræða við blaðamenn og stilla sér upp fyrir ljósmyndara. 

Baltasar í viðtali.Getty/ Kate Green

Leikstjórinn var einnig myndaður með fjölskyldu sinni. Sunnevasa Ása Weisshappel mætti til London og einnig þrjú af börnum Baltasars, þau Sóllilja, Pálmi Kormákur og Stormur Jón Kormákur.

Baltasar Kormákur ásamt fjölskyldu sinni fyrir sýningu Beast í London í gær.Getty/Kate Green

Kvikmyndin Beast var frumsýnd hér á landi í síðustu viku þar sem Dorrit Moussaieff stal senunni. Ljósmyndari Vísis fangaði þar einstaklega skemmtilega stund þar sem fyrrum forsetahjónin hittu Baltasar og Sunnevu. 


Tengdar fréttir

Balta fannst hann eiga smá sér­visku inni hjá Hollywood

Nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Beast, er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst. Myndin var unnin í Suður-Afríku síðasta sumar og segir sögu manns sem þarf að kljást við illvígt ljón í hefndarhug á sama tíma og hann reynir að rækta tengslin við dætur sínar á nýjan leik.

Ástfangin á rauða dreglinum

Baltas­ar Kormákur og listakonan Sunn­eva Ása Weiss­happ­el voru glæsileg á rauða dreglinum við heimsfrumsýningu nýjustu myndar Baltasars sem ber heitið Beast. Idris Elba lét sig ekki vanta á svæðið en hann fer með aðalhlutverk myndarinnar. 

Gunna Dís og Kristján kíktu á skepnuna

Fjölmiðlakonan Gunna Dís Em­ils­dótt­ir og eiginmaður hennar Kristján Þór Magnús­son nutu lífsíns saman í Andalúsíu í sumar. Gleðin var við völd í gærkvöldi þegar þau mættu eldhress á forsýningu myndarinnar Beast í leikstjórn Baltasar Kormáks í Laugarásbíó. 

Dorrit stal senunni á frumsýningu Beast

Í gær var kvikmyndin Beast frumsýnd, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, og fór frumsýningin fram í Laugarásbíó. Það var þó engin önnur er Dorrit Moussaieff sem stal senunni og hélt uppi stuðinu á staðnum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×