Idris Elba og Baltasar voru í stuði á fjölmiðladreglinum fyrir sýninguna. Þeir stilltu sér meðal annars upp með Will Packer framleiðanda myndarinnar. Baltasar gaf sér góðan tíma til þess að ræða við blaðamenn og stilla sér upp fyrir ljósmyndara.

Leikstjórinn var einnig myndaður með fjölskyldu sinni. Sunnevasa Ása Weisshappel mætti til London og einnig þrjú af börnum Baltasars, þau Sóllilja, Pálmi Kormákur og Stormur Jón Kormákur.

Kvikmyndin Beast var frumsýnd hér á landi í síðustu viku þar sem Dorrit Moussaieff stal senunni. Ljósmyndari Vísis fangaði þar einstaklega skemmtilega stund þar sem fyrrum forsetahjónin hittu Baltasar og Sunnevu.