Tveggja ára tilraun um sveigjanleg starfslok vegna aldurs Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 25. ágúst 2022 11:00 Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að borgarráð hafi samþykkt að skoða sérstaklega hvernig koma megi til móts við aukinn sveigjanleika við starfsfólk við undirbúning þeirra kjaraviðræðna sem framundan eru. Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Sett verður af stað þróunarverkefni til næstu tveggja ára sem nær til afmarkaðs hóps starfsmanna. Starfsfólk Reykjavíkurborgar sinnir fjölbreyttum störfum.Vísir/Vilhelm Í þróunarverkefninu á sérstaklega að huga hvernig þarfir starfsfólks fara saman með þörfum starfsstaða, hvernig koma megi til móts við þann hóp sem vinnur líkamlega erfið og slítandi störf, leiðum til að fólk geti unnið lengur en til 70 eða 72ja ára aldurs ef það óskar, hvernig auka megi sveigjanleika, svo með tilliti til viðveru og hvernig starfið er unnið og hlutastörfum, svo sem hvort rétt sé að auka fjölbreytni Þá á starfshópur að halda utan um verkefnið og koma með tillögur um nauðsynlegar breytingar að verkefninu loknu. Ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að þegar starfslok hafi verið skilgreind á sínum tíma hafi ástand fólks um sjötugt verið allt annað. „Við erum að útfæra sýn á það hvernig við getum haft meiri sveigjanleika við starfslok, bæði í einhverjum tilvikum þannig að fólk hætti fyrr en líka þannig að það vinni lengur ef það svo kýs. Eins og áður þegar við höfum beitt okkur fyrir stórum breytingum á vinnumarkaði höfum við verið að vinna þetta með viðsemjendum okkar, stéttarfélögunum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Vísir/Arnar Tilraunaverkefni er aðferð sem Dagur segir að hafi áður reynst vel þegar borgin hefur innleitt svipaðar breytingar. Fyrst með því að bjóða feðrum upp á feðraorlof, síðan með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Bæði þau verkefni hafi síðan ratað inn í kjarasamninga. Nú sé komið að sveigjanlegum starfslokum. „Þetta varðar líka hvaða réttindi þú ávinnur þér ef þú vinnur eftir sjötugt. Þetta snertir mjög margt, þetta snertir lífeyrisgreiðslur, þetta snertir bara almennan vinnurétt, þannig að ég held að þegar við skilgreindum starfslok fyrir mörgum áratugum síðan var ástand fólks sem var sjötugt bara allt annað,“ segir Dagur. Kjaramál Vinnumarkaður Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Eldri borgarar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að borgarráð hafi samþykkt að skoða sérstaklega hvernig koma megi til móts við aukinn sveigjanleika við starfsfólk við undirbúning þeirra kjaraviðræðna sem framundan eru. Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Sett verður af stað þróunarverkefni til næstu tveggja ára sem nær til afmarkaðs hóps starfsmanna. Starfsfólk Reykjavíkurborgar sinnir fjölbreyttum störfum.Vísir/Vilhelm Í þróunarverkefninu á sérstaklega að huga hvernig þarfir starfsfólks fara saman með þörfum starfsstaða, hvernig koma megi til móts við þann hóp sem vinnur líkamlega erfið og slítandi störf, leiðum til að fólk geti unnið lengur en til 70 eða 72ja ára aldurs ef það óskar, hvernig auka megi sveigjanleika, svo með tilliti til viðveru og hvernig starfið er unnið og hlutastörfum, svo sem hvort rétt sé að auka fjölbreytni Þá á starfshópur að halda utan um verkefnið og koma með tillögur um nauðsynlegar breytingar að verkefninu loknu. Ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að þegar starfslok hafi verið skilgreind á sínum tíma hafi ástand fólks um sjötugt verið allt annað. „Við erum að útfæra sýn á það hvernig við getum haft meiri sveigjanleika við starfslok, bæði í einhverjum tilvikum þannig að fólk hætti fyrr en líka þannig að það vinni lengur ef það svo kýs. Eins og áður þegar við höfum beitt okkur fyrir stórum breytingum á vinnumarkaði höfum við verið að vinna þetta með viðsemjendum okkar, stéttarfélögunum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Vísir/Arnar Tilraunaverkefni er aðferð sem Dagur segir að hafi áður reynst vel þegar borgin hefur innleitt svipaðar breytingar. Fyrst með því að bjóða feðrum upp á feðraorlof, síðan með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Bæði þau verkefni hafi síðan ratað inn í kjarasamninga. Nú sé komið að sveigjanlegum starfslokum. „Þetta varðar líka hvaða réttindi þú ávinnur þér ef þú vinnur eftir sjötugt. Þetta snertir mjög margt, þetta snertir lífeyrisgreiðslur, þetta snertir bara almennan vinnurétt, þannig að ég held að þegar við skilgreindum starfslok fyrir mörgum áratugum síðan var ástand fólks sem var sjötugt bara allt annað,“ segir Dagur.
Kjaramál Vinnumarkaður Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Eldri borgarar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira