Innlent

Lögreglan óskar eftir vitnum vegna alvarlegs umferðarslyss

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta.
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi sem varð milli fólksbifreiðar og rafmagnshlaupahjóls á gatnamótum Laufbrekku og Hjallabrekku í Kópavogi í gær, miðvikudaginn 24. ágúst.

Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan fjögur.

Í aðdraganda slyssins var bílnum ekið vestur Hjallabrekku og rafmagnshlaupahjólið kom niður Laufbrekkuna. Hjólreiðamaðurinn á var fluttur á slysadeild í kjölfar slyssins.

Lögreglan óskar eftir því að þau sem urðu vitni að slysinu, eða kunna að geta veitt upplýsingar um það, hafi samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig megi senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið hi01@logreglan.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×