Erlent

Yfir­maður lög­gæslu­mála í Robb-grunn­skóla rekinn

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Alls létust nítján börn og tveir kennarar í árásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas sem var gerð 24. maí síðastliðinn.
Alls létust nítján börn og tveir kennarar í árásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas sem var gerð 24. maí síðastliðinn. EPA

Yfirmaður löggæslumála Robb-grunnskóla í Uvalde í Texas er sagður hafa verið rekinn í gær vegna lélegrar meðhöndlunar á aðstæðum þegar árásarmaður réðst inn í skólann 24. maí síðastliðinn.

Í maí réðst árásarmaður inn í skólann og skaut 21 einstakling, börn og kennara til bana. Lögreglumenn eru sagðir hafa beðið með það að yfirbuga árásarmanninn í klukkustund eftir að þeir voru mættir á staðinn.

Guardian greinir frá því að stjórn skólans hafi einróma ákveðið að Pete Arrendondo, yfirmaður löggæslumála skyldi vera rekinn. Ættingjar hinna látnu voru viðstaddir fundinn þar sem ákvörðunin um brottrekstur var tekin en Arrendodo hafði verið í launalausu leyfi frá störfum síðan 22. júní síðastliðinn.

Arrendodo hafi ekki verið á svæðinu þegar ákvörðunin var tekin en lögmaður hans hafi skilað sautján blaðsíðna bréfi frá Arrendodo þar sem hann skammaði yfirvöld á svæðinu og varði viðbrögð lögreglu við árásinni í maí. Hann er einnig sagður hafa ásakað skólayfirvöld um að leggja líf hans að veði með því að banna honum að mæta með skotvopn á téðan fund en hann hafi óttast um líf sitt.


Tengdar fréttir

Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur

Yfirmaður almannavarna í Texas segir að lögreglumenn sem brugðust við skotárásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í síðasta mánuði hefðu átt að geta stöðvað byssumanninn þremur mínútum eftir að hann réðst inn í skólann. Viðbrögð lögreglu hafi verið „ömurlegt klúður“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×