„Æ, þetta er bara svo kjánalegt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 15:12 Lögreglan stöðvaði málningamótmæli SUS til stuðnings Úkraínu og á myndbandi heyrist í lögregluþjóni kalla mótmælin sorgleg. Twitter/Garðar Árni Garðarsson Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang mótmæla Sambands ungra Sjálfstæðismanna fyrir utan rússneska sendiráðið í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang en á myndbandi heyrist í lögreglumanni kalla mótmælin asnaleg og kjánaleg. Í dag er þjóðhátíðardagur Úkraínu en þrjátíu og eitt ár eru síðan Úkraína lýstu yfir sjálfstæði frá Sovíetríkjunum þennan dag árið 1991. Úkraínu til stuðnings héldu nokkrir ungir og vaskir sjálfstæðismenn með bláar og gular málningarfötur að rússneska sendiráðinu þar sem þeir höfðu í hyggju að mála úkraínska fánann á stétt þar fyrir utan. Mótmælin lifðu skammt enda var sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt öðrum óbreyttum lögregluþjónum, mætt til að stöðva mótmælin. Sorglegt? Á myndbandi heyrist í einum lögregluþjóni segja mótmælin sorgleg. „Er þetta sorglegt?,“ spyr Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður SUS og aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Æ þetta er bara svo kjánalegt,“ svarar lögregluþjónninn um hæl. „Það er stríð í Evrópu, þjóðhátíðardagur Úkraínu á morgun,“ segir Steinar en lögreglumaður grípur fram í og virðist biðja hann um að láta ekki eins og hann sé ekki á móti stríðinu. Umrætt myndband birti Garðar Árni Garðarson, ritari SUS á Twitter, en myndbandinu hefur nú verið eytt. Sérsveit með skoðanir „Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt?,“ spyr Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata á Twitter. Var virkilega þörf á sérsveitinni til að stöðva friðsamleg mótmæli? Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt? pic.twitter.com/I3Ps09tOt5— Lenya Rún (@Lenyarun) August 24, 2022 Pétur Marteinn Urbancic, forseti Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík tekur í sama streng: Þetta finnst mér alveg helsjúkt. Að senda sérsveitina til að stöðva táknræn og friðsamleg mótmæli ungliðahreyfingar. Hvorki í takt við meðalhóf né það sem maður tengir við heilbrigð lýðræðisríki. @ungirxd fá kudos frá mér.https://t.co/lzCOWhd2qX— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) August 24, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ásgeir Þór Ásgeirsson ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang. „Sérsveit mannar bíl á höfuðborgarsvæðinu og sinna þeim verkefnum sem miðstöðin úthlutar þeim. Ef þeir eru næsti bíll þá eru þeir næsti bíll. Þeir eru kannski ekki kallaðir út vegna hnupls í Kringlunni en þeir voru bara kallaðir út þarna.“ Varðandi ummæli lögregluþjónsins sem kallar mótmælin kjánaleg segir Ásgeir erfitt að svara fyrir það. „Við erum persónur en einnig embættismenn. Við erum með skuldbindingar sem ríkið tekur að sér vegna öryggis erlendra sendiráða. Við lögreglumenn getum auðvitað ekki valið lög og reglur til að framfylgja hverju sinni, sama hvað okkur finnst um það sem persónur og sama hvað okkur finnst um stríðið í Úkraínu.“ Er þá ekki einmitt einkennilegt að kalla mótmælin sorgleg og kjánaleg? „Ég veit auðvitað ekki hvað þessi tiltekni lögreglumaður sagði og við hvaða aðstæður. Kannski hefur hann bara átt við um stríðið en ég get ekki svarað fyrir þessi ummæli.“ Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Lögreglumál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Í dag er þjóðhátíðardagur Úkraínu en þrjátíu og eitt ár eru síðan Úkraína lýstu yfir sjálfstæði frá Sovíetríkjunum þennan dag árið 1991. Úkraínu til stuðnings héldu nokkrir ungir og vaskir sjálfstæðismenn með bláar og gular málningarfötur að rússneska sendiráðinu þar sem þeir höfðu í hyggju að mála úkraínska fánann á stétt þar fyrir utan. Mótmælin lifðu skammt enda var sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt öðrum óbreyttum lögregluþjónum, mætt til að stöðva mótmælin. Sorglegt? Á myndbandi heyrist í einum lögregluþjóni segja mótmælin sorgleg. „Er þetta sorglegt?,“ spyr Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður SUS og aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Æ þetta er bara svo kjánalegt,“ svarar lögregluþjónninn um hæl. „Það er stríð í Evrópu, þjóðhátíðardagur Úkraínu á morgun,“ segir Steinar en lögreglumaður grípur fram í og virðist biðja hann um að láta ekki eins og hann sé ekki á móti stríðinu. Umrætt myndband birti Garðar Árni Garðarson, ritari SUS á Twitter, en myndbandinu hefur nú verið eytt. Sérsveit með skoðanir „Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt?,“ spyr Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata á Twitter. Var virkilega þörf á sérsveitinni til að stöðva friðsamleg mótmæli? Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt? pic.twitter.com/I3Ps09tOt5— Lenya Rún (@Lenyarun) August 24, 2022 Pétur Marteinn Urbancic, forseti Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík tekur í sama streng: Þetta finnst mér alveg helsjúkt. Að senda sérsveitina til að stöðva táknræn og friðsamleg mótmæli ungliðahreyfingar. Hvorki í takt við meðalhóf né það sem maður tengir við heilbrigð lýðræðisríki. @ungirxd fá kudos frá mér.https://t.co/lzCOWhd2qX— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) August 24, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ásgeir Þór Ásgeirsson ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang. „Sérsveit mannar bíl á höfuðborgarsvæðinu og sinna þeim verkefnum sem miðstöðin úthlutar þeim. Ef þeir eru næsti bíll þá eru þeir næsti bíll. Þeir eru kannski ekki kallaðir út vegna hnupls í Kringlunni en þeir voru bara kallaðir út þarna.“ Varðandi ummæli lögregluþjónsins sem kallar mótmælin kjánaleg segir Ásgeir erfitt að svara fyrir það. „Við erum persónur en einnig embættismenn. Við erum með skuldbindingar sem ríkið tekur að sér vegna öryggis erlendra sendiráða. Við lögreglumenn getum auðvitað ekki valið lög og reglur til að framfylgja hverju sinni, sama hvað okkur finnst um það sem persónur og sama hvað okkur finnst um stríðið í Úkraínu.“ Er þá ekki einmitt einkennilegt að kalla mótmælin sorgleg og kjánaleg? „Ég veit auðvitað ekki hvað þessi tiltekni lögreglumaður sagði og við hvaða aðstæður. Kannski hefur hann bara átt við um stríðið en ég get ekki svarað fyrir þessi ummæli.“
Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Lögreglumál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira