Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 15:33 Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans vísir/vilhelm Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu spítalans, segir það slæman kost að yfirleggja á legudeildir en það sé þó skárra en að hafa alla sjúklinga í einni kös á bráðamóttökunni. Það eru auðvitað engin nýmæli að krísuástand sé á bráðamóttökunni. Í sumar var mikið um uppsagnir hjá starfsfólki á bráðamóttöku og mikið hefur fjallað undanfarið um mönnunarvanda spítalans. Heimild er fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Um 59 stöðugildi eru nú mönnuð og því um þriðjungur stöðugilda sem eru ómönnuð. Undanfarin ár hefur fjöldi sjúkrarúma einnig fækkað hlutfallslega í samanburði við aukningu verkefna. Tilraun til að létta álag „Það hefur sorfið verulega af bráðamóttökunni. Starfsfólkið segir okkur að ef það væri ekki svo margir á göngunum væri mun betra að vinna hérna. Með því að taka þetta stig, er að minnsta kosti gerð tilraun til þess að minnka álagið. Við settum þetta af stað fyrir viku síðan og erum að reyna að vinna að þessu og viðhalda þessari ákvörðun,“ segir Már Kristjánsson. Fólki verður þó enn ráðstafað þannig að einstaklingur sem á við geðrænan vanda að stríða verði ekki lagður inn á hjartadeild, sem dæmi. Fjölveikir einstaklingar, einstaklingar með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma, hafa undanfarið að miklu leyti þurft að leggjast inn á ganga bráðamóttökunnar, að sögn Más. „Við höfum verið að þróa með okkur bráðalyflækningadeild sem er staðsett í Fossvogi og það er fyrsti áfangastaður fyrir fjölveika, eða aðrar legudeildir sem hafa pláss. Þessir einstaklingar voru gjarnan á göngunum á Bráðamóttökunni en við viljum dreifa þeim á legudeildir.“ Ekki til eftirbreytni Már segir að ákvörðunin hafi verið tekin í tilefni menningarnætur þar sem fyrirséð var að álagið myndi aukast. „Við stefnum að því að hafa minnst tíu á göngum, en legudeildirnar eru ekki í stakk búnar til þess að höndla það, þannig við byrjum nú á fimmtán. Þetta er í rauninni gert þar sem mikið hefur verið um uppsagnir hjúkrunarfræðinga og mikil þreyta. Þannig dreifum við á legudeildir til þess að það séu tiltölulega fáir á hverri deild.“ Hann ítrekar að fyrrgreint fyrirkomulag sé hvorki ákjósanlegt né til eftirbreytni, enda sé ekki gott að hafa marga sjúklinga á legudeildum á móti hverjum heilbrigðisstarfsmanni. Skárra sé það þó en að hafa svo marga inniliggjandi á legudeildum en á bráðamóttöku. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37 Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu spítalans, segir það slæman kost að yfirleggja á legudeildir en það sé þó skárra en að hafa alla sjúklinga í einni kös á bráðamóttökunni. Það eru auðvitað engin nýmæli að krísuástand sé á bráðamóttökunni. Í sumar var mikið um uppsagnir hjá starfsfólki á bráðamóttöku og mikið hefur fjallað undanfarið um mönnunarvanda spítalans. Heimild er fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Um 59 stöðugildi eru nú mönnuð og því um þriðjungur stöðugilda sem eru ómönnuð. Undanfarin ár hefur fjöldi sjúkrarúma einnig fækkað hlutfallslega í samanburði við aukningu verkefna. Tilraun til að létta álag „Það hefur sorfið verulega af bráðamóttökunni. Starfsfólkið segir okkur að ef það væri ekki svo margir á göngunum væri mun betra að vinna hérna. Með því að taka þetta stig, er að minnsta kosti gerð tilraun til þess að minnka álagið. Við settum þetta af stað fyrir viku síðan og erum að reyna að vinna að þessu og viðhalda þessari ákvörðun,“ segir Már Kristjánsson. Fólki verður þó enn ráðstafað þannig að einstaklingur sem á við geðrænan vanda að stríða verði ekki lagður inn á hjartadeild, sem dæmi. Fjölveikir einstaklingar, einstaklingar með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma, hafa undanfarið að miklu leyti þurft að leggjast inn á ganga bráðamóttökunnar, að sögn Más. „Við höfum verið að þróa með okkur bráðalyflækningadeild sem er staðsett í Fossvogi og það er fyrsti áfangastaður fyrir fjölveika, eða aðrar legudeildir sem hafa pláss. Þessir einstaklingar voru gjarnan á göngunum á Bráðamóttökunni en við viljum dreifa þeim á legudeildir.“ Ekki til eftirbreytni Már segir að ákvörðunin hafi verið tekin í tilefni menningarnætur þar sem fyrirséð var að álagið myndi aukast. „Við stefnum að því að hafa minnst tíu á göngum, en legudeildirnar eru ekki í stakk búnar til þess að höndla það, þannig við byrjum nú á fimmtán. Þetta er í rauninni gert þar sem mikið hefur verið um uppsagnir hjúkrunarfræðinga og mikil þreyta. Þannig dreifum við á legudeildir til þess að það séu tiltölulega fáir á hverri deild.“ Hann ítrekar að fyrrgreint fyrirkomulag sé hvorki ákjósanlegt né til eftirbreytni, enda sé ekki gott að hafa marga sjúklinga á legudeildum á móti hverjum heilbrigðisstarfsmanni. Skárra sé það þó en að hafa svo marga inniliggjandi á legudeildum en á bráðamóttöku.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37 Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59
Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37
Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35