„Ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið“ Jón Már Ferro skrifar 22. ágúst 2022 21:30 Bjarki Aðalsteinsson, fyrirliði Leiknis. Hulda Margrét Bjarki Aðalsteinsson, fyrirliði Leiknis, skoraði sjálfsmark í 4-3 sigri þeirra á KR-ingum. Það skipti hann hins vegar litlu máli eftir leikslok. „Já ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið. Það skiptir engu þegar sigurinn kemur, þetta var helvíti sætt. Það var gott að klára þetta,“ sagði Bjarki í viðtali við Vísi. Leiknir varðist mikið og það gekk vel lengstan tíma leiks. Það var þó í lokin sem KR skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í stöðunni 3-3. „Mér fannst það svona næstum því. Við ætluðum að gefa þeim ákveðin svæði úti á vængjunum sem þeir fengu kannski full mikið pláss til að munda fótinn og dæla honum inn í en við tókumst vel á við það inni í vítateignum. Auðvitað hefði ég viljað halda aðeins meira í boltann. Stundum þróast bara leikir svona og þá þarf að grafa aðeins dýpra til að ná sigrinum og það gekk.“ Aðspurður hvort Leiknir hafi lagt upp með að liggja til baka og beita skyndisóknum, sagði Bjarki það hafi verið planið og útskýrði það betur. „Já, að mörgu leyti, við ætluðum að nýta tvo fljóta uppi á topp og vera með miðjumennina aðeins í stuðning við þá og sækja hratt á þá. Við fengum margar mjög fínar skyndisóknir sem við hefðum getað skorað úr í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni. Þannig að í rauninni gekk það plan vel upp.“ Bjarki nennti lítið að pæla í því hvað hans lið hafi getað gert betur. „Þetta er bara ógeðslega sætt, það hefur einmitt vantað að grafa þetta djúpt og ná þessum sigrum, við höfum verið nálægt því en það kom í dag og ég eiginlega nenni ekki að pæla í því. Auðvitað er hægt að laga helling og við munum vinna í því áfram eins og við höfum verið að gera og bara halda áfram,“ sagði mjög ánægður Bjarki í lokin. Leiknir Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
„Já ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið. Það skiptir engu þegar sigurinn kemur, þetta var helvíti sætt. Það var gott að klára þetta,“ sagði Bjarki í viðtali við Vísi. Leiknir varðist mikið og það gekk vel lengstan tíma leiks. Það var þó í lokin sem KR skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í stöðunni 3-3. „Mér fannst það svona næstum því. Við ætluðum að gefa þeim ákveðin svæði úti á vængjunum sem þeir fengu kannski full mikið pláss til að munda fótinn og dæla honum inn í en við tókumst vel á við það inni í vítateignum. Auðvitað hefði ég viljað halda aðeins meira í boltann. Stundum þróast bara leikir svona og þá þarf að grafa aðeins dýpra til að ná sigrinum og það gekk.“ Aðspurður hvort Leiknir hafi lagt upp með að liggja til baka og beita skyndisóknum, sagði Bjarki það hafi verið planið og útskýrði það betur. „Já, að mörgu leyti, við ætluðum að nýta tvo fljóta uppi á topp og vera með miðjumennina aðeins í stuðning við þá og sækja hratt á þá. Við fengum margar mjög fínar skyndisóknir sem við hefðum getað skorað úr í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni. Þannig að í rauninni gekk það plan vel upp.“ Bjarki nennti lítið að pæla í því hvað hans lið hafi getað gert betur. „Þetta er bara ógeðslega sætt, það hefur einmitt vantað að grafa þetta djúpt og ná þessum sigrum, við höfum verið nálægt því en það kom í dag og ég eiginlega nenni ekki að pæla í því. Auðvitað er hægt að laga helling og við munum vinna í því áfram eins og við höfum verið að gera og bara halda áfram,“ sagði mjög ánægður Bjarki í lokin.
Leiknir Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira