„Ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið“ Jón Már Ferro skrifar 22. ágúst 2022 21:30 Bjarki Aðalsteinsson, fyrirliði Leiknis. Hulda Margrét Bjarki Aðalsteinsson, fyrirliði Leiknis, skoraði sjálfsmark í 4-3 sigri þeirra á KR-ingum. Það skipti hann hins vegar litlu máli eftir leikslok. „Já ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið. Það skiptir engu þegar sigurinn kemur, þetta var helvíti sætt. Það var gott að klára þetta,“ sagði Bjarki í viðtali við Vísi. Leiknir varðist mikið og það gekk vel lengstan tíma leiks. Það var þó í lokin sem KR skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í stöðunni 3-3. „Mér fannst það svona næstum því. Við ætluðum að gefa þeim ákveðin svæði úti á vængjunum sem þeir fengu kannski full mikið pláss til að munda fótinn og dæla honum inn í en við tókumst vel á við það inni í vítateignum. Auðvitað hefði ég viljað halda aðeins meira í boltann. Stundum þróast bara leikir svona og þá þarf að grafa aðeins dýpra til að ná sigrinum og það gekk.“ Aðspurður hvort Leiknir hafi lagt upp með að liggja til baka og beita skyndisóknum, sagði Bjarki það hafi verið planið og útskýrði það betur. „Já, að mörgu leyti, við ætluðum að nýta tvo fljóta uppi á topp og vera með miðjumennina aðeins í stuðning við þá og sækja hratt á þá. Við fengum margar mjög fínar skyndisóknir sem við hefðum getað skorað úr í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni. Þannig að í rauninni gekk það plan vel upp.“ Bjarki nennti lítið að pæla í því hvað hans lið hafi getað gert betur. „Þetta er bara ógeðslega sætt, það hefur einmitt vantað að grafa þetta djúpt og ná þessum sigrum, við höfum verið nálægt því en það kom í dag og ég eiginlega nenni ekki að pæla í því. Auðvitað er hægt að laga helling og við munum vinna í því áfram eins og við höfum verið að gera og bara halda áfram,“ sagði mjög ánægður Bjarki í lokin. Leiknir Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
„Já ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið. Það skiptir engu þegar sigurinn kemur, þetta var helvíti sætt. Það var gott að klára þetta,“ sagði Bjarki í viðtali við Vísi. Leiknir varðist mikið og það gekk vel lengstan tíma leiks. Það var þó í lokin sem KR skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í stöðunni 3-3. „Mér fannst það svona næstum því. Við ætluðum að gefa þeim ákveðin svæði úti á vængjunum sem þeir fengu kannski full mikið pláss til að munda fótinn og dæla honum inn í en við tókumst vel á við það inni í vítateignum. Auðvitað hefði ég viljað halda aðeins meira í boltann. Stundum þróast bara leikir svona og þá þarf að grafa aðeins dýpra til að ná sigrinum og það gekk.“ Aðspurður hvort Leiknir hafi lagt upp með að liggja til baka og beita skyndisóknum, sagði Bjarki það hafi verið planið og útskýrði það betur. „Já, að mörgu leyti, við ætluðum að nýta tvo fljóta uppi á topp og vera með miðjumennina aðeins í stuðning við þá og sækja hratt á þá. Við fengum margar mjög fínar skyndisóknir sem við hefðum getað skorað úr í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni. Þannig að í rauninni gekk það plan vel upp.“ Bjarki nennti lítið að pæla í því hvað hans lið hafi getað gert betur. „Þetta er bara ógeðslega sætt, það hefur einmitt vantað að grafa þetta djúpt og ná þessum sigrum, við höfum verið nálægt því en það kom í dag og ég eiginlega nenni ekki að pæla í því. Auðvitað er hægt að laga helling og við munum vinna í því áfram eins og við höfum verið að gera og bara halda áfram,“ sagði mjög ánægður Bjarki í lokin.
Leiknir Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira