Evrópuboltinn nýfarinn að rúlla en keppni svo gott sem lokið í Frakklandi og Þýskalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2022 17:30 Bayern hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. Svo miklum að í raun er liðið svo gott sem búið að vinna deildina. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Það er ef til vill full hart í árina tekið að lýsa því yfir að keppni í efstu deild karla í fótbolta í bæði Frakklandi og Þýskalandi sé lokið en þannig virðist staðan hins vegar einfaldlega vera þegar þremur umferðum er lokið. Í Frakklandi var vonast til að það tæki Frakklandsmeistara París Saint-German smá tíma að finna taktinn undir stjórn nýs þjálfara. Christophe Galtier virðist hins vegar vita nákvæmlega hvað hann er að gera og eftir að orðrómar um ósætti milli Kylian Mbappé og Suður-Ameríska tvíeykisins Neymar og Lionel Messi þá skoraði PSG sjö mörk í vægast sagt öruggum útisigir á Lille í gærkvöld. Ósættið var ekki meira en það að Mbappé skoraði þrennu, Neymar skoraði tvö ásamt því að leggja upp þrjú og Messi skoraði eitt og lagði upp annað. Þegar þremur umferðum er lokið í frönsku úrvalsdeildinni er PSG á toppnum með fullt hús stiga. Það var alltaf líklegt að PSG ynni deildina en nú stefnir í að henni verði einfaldlega lokið fyrir áramót nema eitthvað dramatískt gerist. Í Þýskalandi er það sama upp á teningnum. Það var vonast til að ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern München yrðu allavega í nokkrar vikur að jafna sig á brotthvarfi Roberts Lewandowski og að Sadio Mané yrði mögulega jafn langan tíma að finna taktinn í Þýskalandi. Það reyndust aðeins draumórar en Bæjarar byrjuðu tímabilið á að skora sex, skoruðu svo vissulega aðeins tvo áður en þeir smelltu sjö boltum í netið hjá Bochum í gær, sunnudag. Ekki nóg með að Bayern virðist í raun betra lið en á síðustu leiktíð þá missti Borussia Dortmund hinn norska Erling Braut Haaland Håland til Manchester City og arftaki hans greindist því miður með illkynja æxli og verður frá í einhvern tíma. Þannig á meðan Bayern er mun sterkara þá er þeirra helsti keppinautur mun veikari en á síðasta tímabili. Stóra spurningin varðandi PSG og Bayern í vetur er einfaldlega sú hvort þau ætli að veita Evrópumeisturum Real Madríd og bestu liðum Englands samkeppni í Meistaradeild Evrópu. Ef ekki þá gætu þau verið komin í sumarfrí áður en það fer að vora. Fótbolti Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Í Frakklandi var vonast til að það tæki Frakklandsmeistara París Saint-German smá tíma að finna taktinn undir stjórn nýs þjálfara. Christophe Galtier virðist hins vegar vita nákvæmlega hvað hann er að gera og eftir að orðrómar um ósætti milli Kylian Mbappé og Suður-Ameríska tvíeykisins Neymar og Lionel Messi þá skoraði PSG sjö mörk í vægast sagt öruggum útisigir á Lille í gærkvöld. Ósættið var ekki meira en það að Mbappé skoraði þrennu, Neymar skoraði tvö ásamt því að leggja upp þrjú og Messi skoraði eitt og lagði upp annað. Þegar þremur umferðum er lokið í frönsku úrvalsdeildinni er PSG á toppnum með fullt hús stiga. Það var alltaf líklegt að PSG ynni deildina en nú stefnir í að henni verði einfaldlega lokið fyrir áramót nema eitthvað dramatískt gerist. Í Þýskalandi er það sama upp á teningnum. Það var vonast til að ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern München yrðu allavega í nokkrar vikur að jafna sig á brotthvarfi Roberts Lewandowski og að Sadio Mané yrði mögulega jafn langan tíma að finna taktinn í Þýskalandi. Það reyndust aðeins draumórar en Bæjarar byrjuðu tímabilið á að skora sex, skoruðu svo vissulega aðeins tvo áður en þeir smelltu sjö boltum í netið hjá Bochum í gær, sunnudag. Ekki nóg með að Bayern virðist í raun betra lið en á síðustu leiktíð þá missti Borussia Dortmund hinn norska Erling Braut Haaland Håland til Manchester City og arftaki hans greindist því miður með illkynja æxli og verður frá í einhvern tíma. Þannig á meðan Bayern er mun sterkara þá er þeirra helsti keppinautur mun veikari en á síðasta tímabili. Stóra spurningin varðandi PSG og Bayern í vetur er einfaldlega sú hvort þau ætli að veita Evrópumeisturum Real Madríd og bestu liðum Englands samkeppni í Meistaradeild Evrópu. Ef ekki þá gætu þau verið komin í sumarfrí áður en það fer að vora.
Fótbolti Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira