Innlent

Ekki annað hægt en að tárast yfir á­kalli um stuðning

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun.

Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í gærmorgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. Samfélagið í sveitarfélaginu er í áfalli vegna málsins.

Í færslu á Facebook segir Katrín ljóst að hryllilegur harmleikur hafi átt sér stað á Blönduósi um helgina. Hugur allra Íslendinga sé með þeim sem eiga um sárt að binda sem og öllum íbúum Húnabyggðar. 

Þá minnist hún sérstaklega á yfirlýsingu Guðmundar Hauks Jakobssonar, forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar, þar sem hann bað grátklökkur um stuðning þjóðarinnar.

„Ekki var annað hægt en að tárast yfir ávarpi forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar, Guðmundar Hauks Jakobssonar, í gær þegar hann bað um stuðning þjóðarinnar vegna þessara skelfilegu atburða sem ristu samfélagið svo djúpt.

Hugur okkar allra er núna hjá þeim sem eiga um sárt að binda sem og öllum íbúum Húnabyggðar. Mestu skiptir að halda vel utan um hvert annað og standa saman í sorginni,“ skrifar Katrín.


Tengdar fréttir

Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi

Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins.

Biðla til lands­manna að standa með í­búum Blönduóss

Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×