„Eiginlega alveg öruggt“ að gosinu sé lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2022 09:23 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að það sé eiginlega alveg öruggt að eldgosinu í Meradölum sé lokið. Eldgosið hefur verið í dvala auk þess sem að óróinn liggur niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. Magnúst Tumi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður einfaldrar spurningar: Er gosið búið eða ekki? „Það er eiginlega alveg öruggt að það er búið. Það má eiginlega segja að þetta gos hafi verið endirinn á hinu gosinu,“ sagði Magnús Tumi og vísaði þar til eldgossins við Fagradalsfjall á síðasta ári. Eldgosið hófst 3. ágúst síðastliðinn.Vísir/Vilhelm „Það klipptist á það á einni örskotsstundu. Það var alltaf að byrja og stoppa. 18. september bara hætti það skyndilega,“ sagði hann fremur og vísaði til gosloka gossins í fyrra. Sagði Magnús Tumi einnig að það myndi koma sér á óvart ef gosið færi aftur af stað innan fárra daga. „Það fjaraði út, það tæmdist. Þrýstingurinn er búinn. Þetta er eins og þegar dekkið er sprungið. Það þarf að bæta það, það þarf að gróa fyrir og svo þarf að pumpast í aftur,“ sagði Magnús Tumi. Sagði hann enn fremur að á næstu dögum myndu koma í ljóst hvort að kvika haldi áfram að safnast í kvikuganginum sem liggur við Fagradalsfjall og Meradali. „Svo er spurning, er búið eða mun kvika halda áfram að safnast fyrir? Það sjáum við á næstu vikum og mánuðum hvernig það verður. Við verðum að vera undir það búinn að það geti komið meira en það er ómögulegt að segja. Þetta er bara svona.“ Svæðið verður þó áfram vaktað enda eru formleg goslok vanalega miðað við þrjá mánuði frá því að slokkni á gosóróa. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Tengdar fréttir Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26 „Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08 Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Eldgosið hefur verið í dvala auk þess sem að óróinn liggur niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. Magnúst Tumi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður einfaldrar spurningar: Er gosið búið eða ekki? „Það er eiginlega alveg öruggt að það er búið. Það má eiginlega segja að þetta gos hafi verið endirinn á hinu gosinu,“ sagði Magnús Tumi og vísaði þar til eldgossins við Fagradalsfjall á síðasta ári. Eldgosið hófst 3. ágúst síðastliðinn.Vísir/Vilhelm „Það klipptist á það á einni örskotsstundu. Það var alltaf að byrja og stoppa. 18. september bara hætti það skyndilega,“ sagði hann fremur og vísaði til gosloka gossins í fyrra. Sagði Magnús Tumi einnig að það myndi koma sér á óvart ef gosið færi aftur af stað innan fárra daga. „Það fjaraði út, það tæmdist. Þrýstingurinn er búinn. Þetta er eins og þegar dekkið er sprungið. Það þarf að bæta það, það þarf að gróa fyrir og svo þarf að pumpast í aftur,“ sagði Magnús Tumi. Sagði hann enn fremur að á næstu dögum myndu koma í ljóst hvort að kvika haldi áfram að safnast í kvikuganginum sem liggur við Fagradalsfjall og Meradali. „Svo er spurning, er búið eða mun kvika halda áfram að safnast fyrir? Það sjáum við á næstu vikum og mánuðum hvernig það verður. Við verðum að vera undir það búinn að það geti komið meira en það er ómögulegt að segja. Þetta er bara svona.“ Svæðið verður þó áfram vaktað enda eru formleg goslok vanalega miðað við þrjá mánuði frá því að slokkni á gosóróa.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Tengdar fréttir Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26 „Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08 Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26
„Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08
Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57