Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. ágúst 2022 12:16 Varla líður helgi án hnífsstunguárásar að sögn Margeirs. Vísir/Kolbeinn Tumi Daðason Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. Um klukkan hálf þrjú í nótt var lögreglu tilkynnt um tvær hnífsstungur í miðbæ Reykjavíkur. Fórnarlömbin voru stungin í útlimi og brjósthol og voru flutt á slysadeild til aðhlynningar. Þrír aðilar voru handteknir og fluttir í fangageymslu vegna málsins og bíða nú yfirheyrslu. Einn árásarmannanna er undir átján ára og hinir á nítjánda ári, fleiri liggi undir grun að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Fórnarlömbin séu ekki talin í lífshættu en lögregla vinni að því að ræða við vitni og skoða upptökur. „Við höfum ekki náð að ræða nægilega vel við þá sem urðu fyrir árásinni,“ segir Margeir. Hann segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni. „Þetta er aukinn vopnaburður og svo líka það að fólk og bara unglingar viðast vera meira tilbúin til þess að beita þessum vopnum þegar þau eru með þau. Það er visst áhyggjuefni sem hefur rætt innan lögreglunnar,“ segir Margeir. Aðspurður hvort við séum að sjá einhverskonar ofbeldisbylgju líkt og nágrannaþjóðir segir hann, „Miðað við það sem við erum að sjá núna síðastliðin eitt tvo ár og þessa þróun stefnir þetta óneitanlega í þá áttina og þá ekkert endilega þegar við erum að ræða um þessar hnífsstunguárásir heldur líka þessar skotárásir sem hafa verið. Óneitanlega þá velta menn því fyrir sér hvort þetta sé einhver þróun sem að við eigum von á að komi til með að aukast,“ segir Margeir. Margeir segist ekki hafa tölu á því hversu margar stunguárásir hafi átt sér stað hér það sem af er ári. Meiðslin í kjölfar árása séu ekki alltaf alvarleg en það sé engu að síður verið að beita vopnum. Varla líði helgi án hnífsstunguárása en erfitt sé að leggja mat á fjöldann. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Um klukkan hálf þrjú í nótt var lögreglu tilkynnt um tvær hnífsstungur í miðbæ Reykjavíkur. Fórnarlömbin voru stungin í útlimi og brjósthol og voru flutt á slysadeild til aðhlynningar. Þrír aðilar voru handteknir og fluttir í fangageymslu vegna málsins og bíða nú yfirheyrslu. Einn árásarmannanna er undir átján ára og hinir á nítjánda ári, fleiri liggi undir grun að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Fórnarlömbin séu ekki talin í lífshættu en lögregla vinni að því að ræða við vitni og skoða upptökur. „Við höfum ekki náð að ræða nægilega vel við þá sem urðu fyrir árásinni,“ segir Margeir. Hann segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni. „Þetta er aukinn vopnaburður og svo líka það að fólk og bara unglingar viðast vera meira tilbúin til þess að beita þessum vopnum þegar þau eru með þau. Það er visst áhyggjuefni sem hefur rætt innan lögreglunnar,“ segir Margeir. Aðspurður hvort við séum að sjá einhverskonar ofbeldisbylgju líkt og nágrannaþjóðir segir hann, „Miðað við það sem við erum að sjá núna síðastliðin eitt tvo ár og þessa þróun stefnir þetta óneitanlega í þá áttina og þá ekkert endilega þegar við erum að ræða um þessar hnífsstunguárásir heldur líka þessar skotárásir sem hafa verið. Óneitanlega þá velta menn því fyrir sér hvort þetta sé einhver þróun sem að við eigum von á að komi til með að aukast,“ segir Margeir. Margeir segist ekki hafa tölu á því hversu margar stunguárásir hafi átt sér stað hér það sem af er ári. Meiðslin í kjölfar árása séu ekki alltaf alvarleg en það sé engu að síður verið að beita vopnum. Varla líði helgi án hnífsstunguárása en erfitt sé að leggja mat á fjöldann. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira