Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. ágúst 2022 12:16 Varla líður helgi án hnífsstunguárásar að sögn Margeirs. Vísir/Kolbeinn Tumi Daðason Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. Um klukkan hálf þrjú í nótt var lögreglu tilkynnt um tvær hnífsstungur í miðbæ Reykjavíkur. Fórnarlömbin voru stungin í útlimi og brjósthol og voru flutt á slysadeild til aðhlynningar. Þrír aðilar voru handteknir og fluttir í fangageymslu vegna málsins og bíða nú yfirheyrslu. Einn árásarmannanna er undir átján ára og hinir á nítjánda ári, fleiri liggi undir grun að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Fórnarlömbin séu ekki talin í lífshættu en lögregla vinni að því að ræða við vitni og skoða upptökur. „Við höfum ekki náð að ræða nægilega vel við þá sem urðu fyrir árásinni,“ segir Margeir. Hann segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni. „Þetta er aukinn vopnaburður og svo líka það að fólk og bara unglingar viðast vera meira tilbúin til þess að beita þessum vopnum þegar þau eru með þau. Það er visst áhyggjuefni sem hefur rætt innan lögreglunnar,“ segir Margeir. Aðspurður hvort við séum að sjá einhverskonar ofbeldisbylgju líkt og nágrannaþjóðir segir hann, „Miðað við það sem við erum að sjá núna síðastliðin eitt tvo ár og þessa þróun stefnir þetta óneitanlega í þá áttina og þá ekkert endilega þegar við erum að ræða um þessar hnífsstunguárásir heldur líka þessar skotárásir sem hafa verið. Óneitanlega þá velta menn því fyrir sér hvort þetta sé einhver þróun sem að við eigum von á að komi til með að aukast,“ segir Margeir. Margeir segist ekki hafa tölu á því hversu margar stunguárásir hafi átt sér stað hér það sem af er ári. Meiðslin í kjölfar árása séu ekki alltaf alvarleg en það sé engu að síður verið að beita vopnum. Varla líði helgi án hnífsstunguárása en erfitt sé að leggja mat á fjöldann. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Um klukkan hálf þrjú í nótt var lögreglu tilkynnt um tvær hnífsstungur í miðbæ Reykjavíkur. Fórnarlömbin voru stungin í útlimi og brjósthol og voru flutt á slysadeild til aðhlynningar. Þrír aðilar voru handteknir og fluttir í fangageymslu vegna málsins og bíða nú yfirheyrslu. Einn árásarmannanna er undir átján ára og hinir á nítjánda ári, fleiri liggi undir grun að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Fórnarlömbin séu ekki talin í lífshættu en lögregla vinni að því að ræða við vitni og skoða upptökur. „Við höfum ekki náð að ræða nægilega vel við þá sem urðu fyrir árásinni,“ segir Margeir. Hann segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni. „Þetta er aukinn vopnaburður og svo líka það að fólk og bara unglingar viðast vera meira tilbúin til þess að beita þessum vopnum þegar þau eru með þau. Það er visst áhyggjuefni sem hefur rætt innan lögreglunnar,“ segir Margeir. Aðspurður hvort við séum að sjá einhverskonar ofbeldisbylgju líkt og nágrannaþjóðir segir hann, „Miðað við það sem við erum að sjá núna síðastliðin eitt tvo ár og þessa þróun stefnir þetta óneitanlega í þá áttina og þá ekkert endilega þegar við erum að ræða um þessar hnífsstunguárásir heldur líka þessar skotárásir sem hafa verið. Óneitanlega þá velta menn því fyrir sér hvort þetta sé einhver þróun sem að við eigum von á að komi til með að aukast,“ segir Margeir. Margeir segist ekki hafa tölu á því hversu margar stunguárásir hafi átt sér stað hér það sem af er ári. Meiðslin í kjölfar árása séu ekki alltaf alvarleg en það sé engu að síður verið að beita vopnum. Varla líði helgi án hnífsstunguárása en erfitt sé að leggja mat á fjöldann. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira