Mikill kraftur í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2022 09:14 Mikill kraftur er í ferðaþjónustu á staðnum og hefur sumarið verið einstaklega gott hvað varðar heimsóknir ferðamanna á staðinn, enda fjörðurinn með þeim fallegri á Íslandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðaþjónusta á Borgarfirði eystri hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og í sumar. Hjón á staðnum eru að stækka hótelið hjá sér, auk þess að setja upp glæsilegt útisvæði með pottum og Spai . Þau hafa einnig opnað brugghús á staðnum. Það eru nokkur ár síðan að Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson keyptu gamla frystihúsið á staðnum og breyttu því í glæsilegt gistiheimili, sem heitir Blábjörg og þar er líka veitingastaður. „Já, þetta hús er náttúrulega með mikla sögu hérna á Borgarfirði og með eina lengstu samfelldu kaupfélagssögu á Íslandi. Hér er nánast fullt á hverju kvöldi, fólk kemur og fær sér einn öllara, situr og spjallar og fer svo heim,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi eru að gera ótrúlega flotta hluti á staðnum. Þau eru til dæmis að byggja núna húsnæði með níu hótel herbergjum, auk þess sem þau eru með gistihús og íbúðir af mismunandi stærðum til leigu hjá sér. „Við erum bara mjög glöð með þetta. Það er líka gaman þegar vel gengur og móttökurnar góðar og eins og ég segi, að gefa þessum húsum nýtt líf og nýtt hlutverk því að eins og við vitum, kaupfélög og frystihús voru hjarta hvers bæjarfélags hérna áður fyrr.“ Blábjörg, gistiheimili og veitingastaður hjá Auði Völu og Helga, sem nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Auður og Helgi opnuðu í vor nýja bruggstofu og aðstöðu þar sem þau framleiða sinn eigin bjór og svo eru þau að eima bæði landa og gin. En Borgarfjörður eystri, hvers konar samfélag er það? „Bara dásamlegt samfélag, það er ofsalega gott að vera hérna. Það er eitthvað við þennan fjörð og þú færð mikla orku að vera hér. Við erum bara mjög stolt af því að vera að byggja þetta upp hér á Borgarfirði. Ég myndi hvergi vilja reka ferðaþjónustu annars staðar en hér á Borgarfirði,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi brugga sinn bjór sjálf og svo eru þau að eima bæði landa og gin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Það eru nokkur ár síðan að Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson keyptu gamla frystihúsið á staðnum og breyttu því í glæsilegt gistiheimili, sem heitir Blábjörg og þar er líka veitingastaður. „Já, þetta hús er náttúrulega með mikla sögu hérna á Borgarfirði og með eina lengstu samfelldu kaupfélagssögu á Íslandi. Hér er nánast fullt á hverju kvöldi, fólk kemur og fær sér einn öllara, situr og spjallar og fer svo heim,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi eru að gera ótrúlega flotta hluti á staðnum. Þau eru til dæmis að byggja núna húsnæði með níu hótel herbergjum, auk þess sem þau eru með gistihús og íbúðir af mismunandi stærðum til leigu hjá sér. „Við erum bara mjög glöð með þetta. Það er líka gaman þegar vel gengur og móttökurnar góðar og eins og ég segi, að gefa þessum húsum nýtt líf og nýtt hlutverk því að eins og við vitum, kaupfélög og frystihús voru hjarta hvers bæjarfélags hérna áður fyrr.“ Blábjörg, gistiheimili og veitingastaður hjá Auði Völu og Helga, sem nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Auður og Helgi opnuðu í vor nýja bruggstofu og aðstöðu þar sem þau framleiða sinn eigin bjór og svo eru þau að eima bæði landa og gin. En Borgarfjörður eystri, hvers konar samfélag er það? „Bara dásamlegt samfélag, það er ofsalega gott að vera hérna. Það er eitthvað við þennan fjörð og þú færð mikla orku að vera hér. Við erum bara mjög stolt af því að vera að byggja þetta upp hér á Borgarfirði. Ég myndi hvergi vilja reka ferðaþjónustu annars staðar en hér á Borgarfirði,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi brugga sinn bjór sjálf og svo eru þau að eima bæði landa og gin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira