Innlent

Tveir í haldi og tveir á slysa­deild vegna hnífa­á­rásar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Mikil erill var hjá lögreglunni á Menningarnótt.
Mikil erill var hjá lögreglunni á Menningarnótt. Vísir/Kolbeinn Tumi

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til fjölmiðla. 

Þar kemur fram að fjölmörg mál hafi komið á borð lögreglu vegna ölvunar og annarslegs ástand. Þá var tilkynnt um tvo aðila að brjótast inn á veitingastað í borginni en þeir voru báðir handteknir og gistu fangageymslur.

Hnífstungur og vopnaburður

Um hálf þrjú leytið barst lögreglunni tilkynning um hnífaárás á Lækjartorgi, tveir menn urðu fyrir árás og voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. 

Árásaraðilar fundust skömmu síðar og voru vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins sem miðar vel, að sögn lögreglu.

Einnig hafi fleiri mál komið upp vegna vopnaburðar og haldlagði lögregla nokkra hnífa í nótt.

Mikið um ölvun

Þó nokkrir aðilar voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þrír þeirra gista fangageymslur þar sem þeir ollu umferðaróhöppum, slysum eða mál þeirra þörfnuðust frekari rannsóknar. Lögregla ók einnig þó nokkrum aðilum heim sem höfðu drukkið of mikið og auk þess voru nokkur slys sem má rekja til ölvunar. 

Fyrr um daginn hafði lögreglan greint frá því að hún hyggðist taka hart á drykkju unglinga á Menningarnótt. Þar kom fram að börn yngri en sextán ára yrðu færð í athvarf fyrir ungmenni væru þau úti eftir lögboðinn útivistartíma og  ölvuð börn undir átján ára yrðu flutt í sama athvarf.


Tengdar fréttir

Ölvuð börn verða færð í at­hvarf í kvöld

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að taka hart á drykkju unglinga á Menningarnótt. Hún mun færa börn yngri en sextán ára í athvarf fyrir ungmenni verði þau úti eftir lögboðinn útivistartíma. Þá verða ölvuð börn undir átján ára einnig flutt í sama athvarf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×