Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 20:00 Fólk hefur sofið í stólum og sófum í neyðarskýlinu þar sem nýting hefur farið fram úr því sem húnsæðið leyfir. vísir/Egill Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. Hvert horn er þétt skipað í gistiskýlinu á Lindargötu, þar sem 23 karlar geta gengið að rúmi til að sofa í. Þar að auki er gert ráð fyrir tveimur neyðarplássum, eða aðstöðu í sameiginlegu rými. Í hinu gistiskýlinu á Granda eru þrettán rúm en tvö rými í neyð. Aðsókn í skýlin hefur aukist verulega í vor og í sumar. „Sem kom okkur svolitið á óvart. Við höfum síðustu ár verið að sjá aukningu á þessu tímabili en þessi aukning var umfram þá aukningu,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Engar haldbærar skýringar eru á þróuninni og ekki virðist hafa fjölgað í hópi heimilislausra samkvæmt tölfræðinni. Samkvæmt nýjustu tölum borgarinnar frá október í fyrra eru 214 karlar heimilislausir og um þriðjungur þeirra sækir í neyðargistingu. Soffía telur erfiðar aðstæður á leigumarkaði þó líklega spila inn í. „Við erum náttúrulega að koma út úr heimsfaraldri, þar sem það var greiðara aðgengi að gistiheimilum og öðru. Það var auðvitað að hverfa svolítið við sumarbyrjun.“ Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg.vísir/Sigurjón Reynt er að koma öllum að og þegar fjöldinn er hvað mestur hefur nýting verið allt að helmingi meiri en gert er ráð fyrir. „Við höfum mikið lent í því að við höfum jafnvel þurft að nýta sófa eða stóla þegar rýmið býður ekki upp á annað vegna þess að stefnan hefur verið að vísa engum á dyr. Svo að hér hefur fólk verið að sofa í stólum eða sérútbúnum sófum eða öðru. Sem er auðvitað ekki gott þegar fólk á langan dag að baki og óskar ekki neins nema bara hvíldar yfir nóttina.“ Það hefur þó komið til þess að fólki hefur verið vísað frá og Soffía segir strembið þegar stórum og fjölbreyttum hópi fólks er komið fyrir í þröngum aðstæðum. Samkvæmt nýju minnisblaði velferðarsviðs hefur þetta valdið erfiðleikum við að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og atvikaskráningum hefur fjölgað. Nýtt neyðarhúsnæði Til stendur að opna nýtt neyðarhúsnæði fyrir allt að átta menn miðsvæðis í haust, sem verður það fyrsta af sínum toga fyrir karla og er hluti af svokallaðri Housing first hugmyndafræði. „Og þar getum við mögulega losað aðeins um plássinn hér [í neyðarskýlum] og veitt fólki þetta frumstig í átt að búsetu, fólk er þá í raun og veru að hefja sína búsetu og fær stuðning við það þar sem starfsmenn eru,“ segir Soffía. Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Hvert horn er þétt skipað í gistiskýlinu á Lindargötu, þar sem 23 karlar geta gengið að rúmi til að sofa í. Þar að auki er gert ráð fyrir tveimur neyðarplássum, eða aðstöðu í sameiginlegu rými. Í hinu gistiskýlinu á Granda eru þrettán rúm en tvö rými í neyð. Aðsókn í skýlin hefur aukist verulega í vor og í sumar. „Sem kom okkur svolitið á óvart. Við höfum síðustu ár verið að sjá aukningu á þessu tímabili en þessi aukning var umfram þá aukningu,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Engar haldbærar skýringar eru á þróuninni og ekki virðist hafa fjölgað í hópi heimilislausra samkvæmt tölfræðinni. Samkvæmt nýjustu tölum borgarinnar frá október í fyrra eru 214 karlar heimilislausir og um þriðjungur þeirra sækir í neyðargistingu. Soffía telur erfiðar aðstæður á leigumarkaði þó líklega spila inn í. „Við erum náttúrulega að koma út úr heimsfaraldri, þar sem það var greiðara aðgengi að gistiheimilum og öðru. Það var auðvitað að hverfa svolítið við sumarbyrjun.“ Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg.vísir/Sigurjón Reynt er að koma öllum að og þegar fjöldinn er hvað mestur hefur nýting verið allt að helmingi meiri en gert er ráð fyrir. „Við höfum mikið lent í því að við höfum jafnvel þurft að nýta sófa eða stóla þegar rýmið býður ekki upp á annað vegna þess að stefnan hefur verið að vísa engum á dyr. Svo að hér hefur fólk verið að sofa í stólum eða sérútbúnum sófum eða öðru. Sem er auðvitað ekki gott þegar fólk á langan dag að baki og óskar ekki neins nema bara hvíldar yfir nóttina.“ Það hefur þó komið til þess að fólki hefur verið vísað frá og Soffía segir strembið þegar stórum og fjölbreyttum hópi fólks er komið fyrir í þröngum aðstæðum. Samkvæmt nýju minnisblaði velferðarsviðs hefur þetta valdið erfiðleikum við að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og atvikaskráningum hefur fjölgað. Nýtt neyðarhúsnæði Til stendur að opna nýtt neyðarhúsnæði fyrir allt að átta menn miðsvæðis í haust, sem verður það fyrsta af sínum toga fyrir karla og er hluti af svokallaðri Housing first hugmyndafræði. „Og þar getum við mögulega losað aðeins um plássinn hér [í neyðarskýlum] og veitt fólki þetta frumstig í átt að búsetu, fólk er þá í raun og veru að hefja sína búsetu og fær stuðning við það þar sem starfsmenn eru,“ segir Soffía.
Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira