Innlent

Litlu munaði að Arnar og Sil­viu yrðu hníf­jafnir í Reykja­víkur­mara­þoninu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Arnar Pétursson fagnar sigri.
Arnar Pétursson fagnar sigri. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson og Silviu Stoica voru hnífjafnir í maraþonhlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í morgun. Arnar kláraði á tímanum 2:35:18 og Silviu á 2:35:37 en við fyrstu mælingar var útlit fyrir að þeir hafi klárað á nákvæmlega sömu sekúndunni. 

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurmaraþonsins en enn á eftir að staðfesta úrslitin. Arnar og Silviu voru hnífjafnir allan tímann. Þegar þeir komu að marki fimm kílómetrana var millitími þeirra beggja 17 mínútur og 14 sekúndur. 

Í tíu kílómetra markinu hljóp Arnar á 34 mínútum og 55 sekúndum en Silviu á 34 mínútum og 56 sekúndum. Í hálfmarki, 21,1 km, var tími Arnars 58:20 en tími Silviu  58:25. Níu kílómetrum síðar, að 30 kílómetrum loknum, var tími Arnars 1:15:55 og tími Silviu 1:15:53.

Andrea Kolbeinsdóttir var fyrst kvenna í mark.Vísir/Hulda Margrét

Síðasti millitíminn, við 37,5 kílómetra, mældi aðeins sekúndu á milli þeirra. Arnar hljóp á 1:48:53 og Silviu 1:48:54.

Andrea Kolbeinsdóttir kom fyrst kvenna í mark en hún hljóp á 2:47:22. Meira en átján mínútur liðu frá því að Andrea kom í mark og þar til næsta kona fylgdi eftir. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×