Talar sex tungumál í Ólafsfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. ágúst 2022 09:03 Ida, segir mjög gott að búa í Ólafsfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kaffi Klara er eina kaffihúsið í Ólafsfirði, sem heimamenn og ferðamenn eru duglegir að sækja. Eigandinn, sem er kona frá Danmörku talar sex tungumál. Í frítíma sínum vinnur hún í því að skrásetja sögu og afrek kvenna á staðnum. Það er Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistihús. Á kaffihúsinu er hún með reglulegar myndlistarsýningar, sem eru alltaf verk kvenna. Hún segir gott að reka kaffihús á staðnum en það er staðsett í gamla pósthúsinu í Ólafsfirði. „Á sumrin er ég með opið frá níu til fimm og fólk kemur að fá kaffi, kökur, súpur og allskonar. Svo er ég með bröns, þetta er bara mjög gaman,“ segir Ida. Ida segir mjög gott að búa í Ólafsfirði, þar sé allt svo rólegt og samfélagið gott. Hún fer létt með að tala við útlendingana, sem koma til hennar. „Heyrðu, ég tala sex tungumál og það kemur sér vel í ferðabransanum að snúa sér að fólki, sem kemur inn og tala spænsku, hollensku, dönsku og ensku, frönsku og svo auðvitað íslensku, þannig að það er bara fínt.“ Ida hefur ekki bara áhuga á rekstri kaffihússins og gistihússins því aðaláhugamálið hennar er að safna sögu kvenna í Ólafsfirði. Kaffihúsið og gistiheimilið eru í þessu fallega rauða húsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig kom sú hugmynd upp hjá henni? „Hún kom upp þegar ég byrjaði að lesa mig til um sögu Ólafsfjarðar. Það eru til svo margar staðreyndir um karlmenn og afrek karla. Mig langar að draga afrek kvenna fram í ljósið og skrásetja það,“ segir Ida. Verkefnið hefur fengið styrk og hafa því nokkrar konur á staðnum tekið sig saman til að vinna í því og skrásetja söguna þegar konur eru annars vegar. Draumurinn er að stofna kvennahús í Ólafsfirði. „Svo er ég líka búin að fá fullt af hlutum til varðveislu, sem ég auðvitað á ekkert að eiga, heldur á að koma því fyrir á einhverjum stað,“ segir Ida, tungumála- og kaffihúsa konan í Ólafsfirði. Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistiheimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Það er Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistihús. Á kaffihúsinu er hún með reglulegar myndlistarsýningar, sem eru alltaf verk kvenna. Hún segir gott að reka kaffihús á staðnum en það er staðsett í gamla pósthúsinu í Ólafsfirði. „Á sumrin er ég með opið frá níu til fimm og fólk kemur að fá kaffi, kökur, súpur og allskonar. Svo er ég með bröns, þetta er bara mjög gaman,“ segir Ida. Ida segir mjög gott að búa í Ólafsfirði, þar sé allt svo rólegt og samfélagið gott. Hún fer létt með að tala við útlendingana, sem koma til hennar. „Heyrðu, ég tala sex tungumál og það kemur sér vel í ferðabransanum að snúa sér að fólki, sem kemur inn og tala spænsku, hollensku, dönsku og ensku, frönsku og svo auðvitað íslensku, þannig að það er bara fínt.“ Ida hefur ekki bara áhuga á rekstri kaffihússins og gistihússins því aðaláhugamálið hennar er að safna sögu kvenna í Ólafsfirði. Kaffihúsið og gistiheimilið eru í þessu fallega rauða húsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig kom sú hugmynd upp hjá henni? „Hún kom upp þegar ég byrjaði að lesa mig til um sögu Ólafsfjarðar. Það eru til svo margar staðreyndir um karlmenn og afrek karla. Mig langar að draga afrek kvenna fram í ljósið og skrásetja það,“ segir Ida. Verkefnið hefur fengið styrk og hafa því nokkrar konur á staðnum tekið sig saman til að vinna í því og skrásetja söguna þegar konur eru annars vegar. Draumurinn er að stofna kvennahús í Ólafsfirði. „Svo er ég líka búin að fá fullt af hlutum til varðveislu, sem ég auðvitað á ekkert að eiga, heldur á að koma því fyrir á einhverjum stað,“ segir Ida, tungumála- og kaffihúsa konan í Ólafsfirði. Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistiheimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira