„Hún steinliggur inni sem formaður“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 19:21 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar bauð sig fram í formannsembætti flokksins í dag. „Hún steinliggur inni“ sagði Össur Skarphéðinsson við það tækifæri. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir nýtt formannsefni Samfylkingarinnar ætlar að gera flokkinn að ráðandi afli á ný í íslenskri pólitík og höfða til venjulegs fólks. Húsfyllir var í Iðnó þegar hún tilkynnti um framboð sitt. Fyrrverandi formaður segir hana steinliggja inni. Kristrún gaf kost á sér í formannsembættið í Iðnó í dag. Hún er þrjátíu og fjögurra ára gömul og takist henni það verður hún langyngsta konan sem gegnir slíku embætti hjá rótgrónum stjórnmálaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var einnig 34 ára þegar hann tók við formannsembætti í Framsóknarflokknum árið 2009. Dagur B, Eggertsson borgarstjóri sem hefur einnig verið orðaður við formannsembætti hefur gefið út að hann sækist ekki eftir því. Kristrún var aðalhagfræðingur Kviku þar til hún bauð sig fram á þing í fyrra og náði svo kjöri. Strax þótti ljóst að hún væri ein helsta vonarstjarna flokksins enda mjög áberandi í síðustu kosningabaráttu hans. Logi Már Einarsson sem hefur gegnt formennski síðan haustið 2016 - lengst allra formanna flokksins - sagðist í júní ætla að stíga til hliðar á Landsfundi flokksins sem verður haldinn 28. október næstkomandi. Hann var staddur í Iðnó í dag þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt ásamt mörgu af áhrifafólki innan flokksins. Troðið var í Iðnó þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt.Vísir/Vilhelm Fagnað eins rokkstjörnu Mikil stemning var í Iðnó í dag og Kristrúnu nánast fagnað eins og rokkstjörnu þegar hún tilkynnti um framboðið. Kristrún ætlar aftir að koma Samfylkingunni inn í ríkisstjórn. „Við þurfum aftur að velta fyrir okkur hvernig við verðum aftur að ráðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Þar vil ég að við förum aftur í kjarnann og leggjum áherslu á kjör venjulegs fólks í landinu,“ sagði Kristrún. Össur Skarphéðinsson fyrsti formaður Samfylkingarinnar er hæstánægður með framboð hennar. „Ég er virkilega ánægður með hvað margir komu og sjá undirtektirnar. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að hún steinliggur inni sem formaður,“ segir Össur. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Kristrún gaf kost á sér í formannsembættið í Iðnó í dag. Hún er þrjátíu og fjögurra ára gömul og takist henni það verður hún langyngsta konan sem gegnir slíku embætti hjá rótgrónum stjórnmálaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var einnig 34 ára þegar hann tók við formannsembætti í Framsóknarflokknum árið 2009. Dagur B, Eggertsson borgarstjóri sem hefur einnig verið orðaður við formannsembætti hefur gefið út að hann sækist ekki eftir því. Kristrún var aðalhagfræðingur Kviku þar til hún bauð sig fram á þing í fyrra og náði svo kjöri. Strax þótti ljóst að hún væri ein helsta vonarstjarna flokksins enda mjög áberandi í síðustu kosningabaráttu hans. Logi Már Einarsson sem hefur gegnt formennski síðan haustið 2016 - lengst allra formanna flokksins - sagðist í júní ætla að stíga til hliðar á Landsfundi flokksins sem verður haldinn 28. október næstkomandi. Hann var staddur í Iðnó í dag þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt ásamt mörgu af áhrifafólki innan flokksins. Troðið var í Iðnó þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt.Vísir/Vilhelm Fagnað eins rokkstjörnu Mikil stemning var í Iðnó í dag og Kristrúnu nánast fagnað eins og rokkstjörnu þegar hún tilkynnti um framboðið. Kristrún ætlar aftir að koma Samfylkingunni inn í ríkisstjórn. „Við þurfum aftur að velta fyrir okkur hvernig við verðum aftur að ráðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Þar vil ég að við förum aftur í kjarnann og leggjum áherslu á kjör venjulegs fólks í landinu,“ sagði Kristrún. Össur Skarphéðinsson fyrsti formaður Samfylkingarinnar er hæstánægður með framboð hennar. „Ég er virkilega ánægður með hvað margir komu og sjá undirtektirnar. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að hún steinliggur inni sem formaður,“ segir Össur.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29