Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2022 07:01 Siggi Bjarni og Vilborg á leið sinni upp fjallið. Vilborg Arna Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. Fjallið er rétt rúmlega átta þúsund metra hátt en þegar Vilborg og Siggi Bjarni voru komin í sjö þúsund metra hæð fann Vilborg að það var eitthvað ekki eins og það ætti að vera. Vilborg og Siggi Bjarni höfðu verið í Pakistan í mest allt sumar þegar þau þurftu að hætta við verkefni sitt.Vilborg Arna „Við ákváðum að lækka okkur á fjallinu en í stað þess að lagast að þá fóru einkenni að koma í ljós hjá mér sem bentu til þess að ég væri að verða lasin. Við vorum búin að vega og meta aðstæður og töldum of mikla áhættu fólgna í því að halda áfram og snerum því niður í grunnbúðir. Ég reyndist svo vera með lungnabólgu og fékk far með þyrlu frá herbúðum sem eru rétt við grunnbúðirnar til bæjarins Skardu þar sem ég fór í eftirlit á spítalanum og fékk meðhöndlun,“ segir Vilborg. Hún telur að ef að hún hefði ekki farið heim þá hefði hún sett sig í verulega hættu en hún og Siggi Bjarni voru eina teymið á fjallinu þegar þetta var að gerast. Hún hefði getað orðið alvarlega veik, örmagnast eða ekki náð niður áður en veðurglugginn lokaðist. Fjallið er afar krefjandi en til að komast að fjallinu þurftu Vilborg Arna og Siggi Bjarni að ganga hundrað kílómetra á fimm dögum. Á leið sinni upp fjallið þarf að fara í gegnum ísfjall, ferðast á torfærum jökli og klífa brattann og tignarlegan hrygg. Fjallið er alls ekki fyrir reynslulítið klifurfólk.Vilborg Arna Vilborg og Siggi Bjarni héldu til Slóveníu frá Islamabad, höfuðborgar Pakistan, í nótt. Í dag ferðast þau svo aftur heim til Íslands. „Ég ætla að taka góðan tíma í að ná mér almennilega og komast aftur í form. Ég var með plön fyrir haustið sem þarf aðeins að endurskoða núna en ég er viss um að það kemur eitthvað skemmtilegt út úr því,“ segir Vilborg. Henni líður betur í dag og er að braggast með hverjum degi. Hún er ekki viss hvort hún reyni að klífa Gasherbrum II á ný en það sé þó aldrei að vita. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hefur þurft að ganga frá svona verkefni. „En að því sögðu að þá þarf maður alltaf að vera tilbúinn til þess því aðal markmiðið er alltaf að koma heim. Það er góð tilfinning að vita að við snérum frá á réttum tímapunkti, það erum við Siggi hjartanlega sammála um,“ segir Vilborg. Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Fjallið er rétt rúmlega átta þúsund metra hátt en þegar Vilborg og Siggi Bjarni voru komin í sjö þúsund metra hæð fann Vilborg að það var eitthvað ekki eins og það ætti að vera. Vilborg og Siggi Bjarni höfðu verið í Pakistan í mest allt sumar þegar þau þurftu að hætta við verkefni sitt.Vilborg Arna „Við ákváðum að lækka okkur á fjallinu en í stað þess að lagast að þá fóru einkenni að koma í ljós hjá mér sem bentu til þess að ég væri að verða lasin. Við vorum búin að vega og meta aðstæður og töldum of mikla áhættu fólgna í því að halda áfram og snerum því niður í grunnbúðir. Ég reyndist svo vera með lungnabólgu og fékk far með þyrlu frá herbúðum sem eru rétt við grunnbúðirnar til bæjarins Skardu þar sem ég fór í eftirlit á spítalanum og fékk meðhöndlun,“ segir Vilborg. Hún telur að ef að hún hefði ekki farið heim þá hefði hún sett sig í verulega hættu en hún og Siggi Bjarni voru eina teymið á fjallinu þegar þetta var að gerast. Hún hefði getað orðið alvarlega veik, örmagnast eða ekki náð niður áður en veðurglugginn lokaðist. Fjallið er afar krefjandi en til að komast að fjallinu þurftu Vilborg Arna og Siggi Bjarni að ganga hundrað kílómetra á fimm dögum. Á leið sinni upp fjallið þarf að fara í gegnum ísfjall, ferðast á torfærum jökli og klífa brattann og tignarlegan hrygg. Fjallið er alls ekki fyrir reynslulítið klifurfólk.Vilborg Arna Vilborg og Siggi Bjarni héldu til Slóveníu frá Islamabad, höfuðborgar Pakistan, í nótt. Í dag ferðast þau svo aftur heim til Íslands. „Ég ætla að taka góðan tíma í að ná mér almennilega og komast aftur í form. Ég var með plön fyrir haustið sem þarf aðeins að endurskoða núna en ég er viss um að það kemur eitthvað skemmtilegt út úr því,“ segir Vilborg. Henni líður betur í dag og er að braggast með hverjum degi. Hún er ekki viss hvort hún reyni að klífa Gasherbrum II á ný en það sé þó aldrei að vita. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hefur þurft að ganga frá svona verkefni. „En að því sögðu að þá þarf maður alltaf að vera tilbúinn til þess því aðal markmiðið er alltaf að koma heim. Það er góð tilfinning að vita að við snérum frá á réttum tímapunkti, það erum við Siggi hjartanlega sammála um,“ segir Vilborg.
Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira