Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2022 07:01 Siggi Bjarni og Vilborg á leið sinni upp fjallið. Vilborg Arna Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. Fjallið er rétt rúmlega átta þúsund metra hátt en þegar Vilborg og Siggi Bjarni voru komin í sjö þúsund metra hæð fann Vilborg að það var eitthvað ekki eins og það ætti að vera. Vilborg og Siggi Bjarni höfðu verið í Pakistan í mest allt sumar þegar þau þurftu að hætta við verkefni sitt.Vilborg Arna „Við ákváðum að lækka okkur á fjallinu en í stað þess að lagast að þá fóru einkenni að koma í ljós hjá mér sem bentu til þess að ég væri að verða lasin. Við vorum búin að vega og meta aðstæður og töldum of mikla áhættu fólgna í því að halda áfram og snerum því niður í grunnbúðir. Ég reyndist svo vera með lungnabólgu og fékk far með þyrlu frá herbúðum sem eru rétt við grunnbúðirnar til bæjarins Skardu þar sem ég fór í eftirlit á spítalanum og fékk meðhöndlun,“ segir Vilborg. Hún telur að ef að hún hefði ekki farið heim þá hefði hún sett sig í verulega hættu en hún og Siggi Bjarni voru eina teymið á fjallinu þegar þetta var að gerast. Hún hefði getað orðið alvarlega veik, örmagnast eða ekki náð niður áður en veðurglugginn lokaðist. Fjallið er afar krefjandi en til að komast að fjallinu þurftu Vilborg Arna og Siggi Bjarni að ganga hundrað kílómetra á fimm dögum. Á leið sinni upp fjallið þarf að fara í gegnum ísfjall, ferðast á torfærum jökli og klífa brattann og tignarlegan hrygg. Fjallið er alls ekki fyrir reynslulítið klifurfólk.Vilborg Arna Vilborg og Siggi Bjarni héldu til Slóveníu frá Islamabad, höfuðborgar Pakistan, í nótt. Í dag ferðast þau svo aftur heim til Íslands. „Ég ætla að taka góðan tíma í að ná mér almennilega og komast aftur í form. Ég var með plön fyrir haustið sem þarf aðeins að endurskoða núna en ég er viss um að það kemur eitthvað skemmtilegt út úr því,“ segir Vilborg. Henni líður betur í dag og er að braggast með hverjum degi. Hún er ekki viss hvort hún reyni að klífa Gasherbrum II á ný en það sé þó aldrei að vita. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hefur þurft að ganga frá svona verkefni. „En að því sögðu að þá þarf maður alltaf að vera tilbúinn til þess því aðal markmiðið er alltaf að koma heim. Það er góð tilfinning að vita að við snérum frá á réttum tímapunkti, það erum við Siggi hjartanlega sammála um,“ segir Vilborg. Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Fjallið er rétt rúmlega átta þúsund metra hátt en þegar Vilborg og Siggi Bjarni voru komin í sjö þúsund metra hæð fann Vilborg að það var eitthvað ekki eins og það ætti að vera. Vilborg og Siggi Bjarni höfðu verið í Pakistan í mest allt sumar þegar þau þurftu að hætta við verkefni sitt.Vilborg Arna „Við ákváðum að lækka okkur á fjallinu en í stað þess að lagast að þá fóru einkenni að koma í ljós hjá mér sem bentu til þess að ég væri að verða lasin. Við vorum búin að vega og meta aðstæður og töldum of mikla áhættu fólgna í því að halda áfram og snerum því niður í grunnbúðir. Ég reyndist svo vera með lungnabólgu og fékk far með þyrlu frá herbúðum sem eru rétt við grunnbúðirnar til bæjarins Skardu þar sem ég fór í eftirlit á spítalanum og fékk meðhöndlun,“ segir Vilborg. Hún telur að ef að hún hefði ekki farið heim þá hefði hún sett sig í verulega hættu en hún og Siggi Bjarni voru eina teymið á fjallinu þegar þetta var að gerast. Hún hefði getað orðið alvarlega veik, örmagnast eða ekki náð niður áður en veðurglugginn lokaðist. Fjallið er afar krefjandi en til að komast að fjallinu þurftu Vilborg Arna og Siggi Bjarni að ganga hundrað kílómetra á fimm dögum. Á leið sinni upp fjallið þarf að fara í gegnum ísfjall, ferðast á torfærum jökli og klífa brattann og tignarlegan hrygg. Fjallið er alls ekki fyrir reynslulítið klifurfólk.Vilborg Arna Vilborg og Siggi Bjarni héldu til Slóveníu frá Islamabad, höfuðborgar Pakistan, í nótt. Í dag ferðast þau svo aftur heim til Íslands. „Ég ætla að taka góðan tíma í að ná mér almennilega og komast aftur í form. Ég var með plön fyrir haustið sem þarf aðeins að endurskoða núna en ég er viss um að það kemur eitthvað skemmtilegt út úr því,“ segir Vilborg. Henni líður betur í dag og er að braggast með hverjum degi. Hún er ekki viss hvort hún reyni að klífa Gasherbrum II á ný en það sé þó aldrei að vita. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hefur þurft að ganga frá svona verkefni. „En að því sögðu að þá þarf maður alltaf að vera tilbúinn til þess því aðal markmiðið er alltaf að koma heim. Það er góð tilfinning að vita að við snérum frá á réttum tímapunkti, það erum við Siggi hjartanlega sammála um,“ segir Vilborg.
Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira