Veður

Gular við­varanir norð­vestan­til en annars hægur vindur

Atli Ísleifsson skrifar
Gular viðvaranir verða í gildi á norðvestantil á landinu til miðnættis.
Gular viðvaranir verða í gildi á norðvestantil á landinu til miðnættis. Veðurstofan

Veðurstofan spáir allhvassri norðaustanátt á Vestfjörðum og við norðanverðan Breiðafjörð í dag, en annars staðar á landinu má reikna með mun hægari vindi. Talsverð rigning verður á norðanverðum Ströndum, en skúrir í öðrum landshlutum.

Á vef Veðurstofunnar má sjá að gular viðvaranir tóku gildi í nótt á Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra vegna rigninga og verða þær í gildi til miðnættis.

Hiti á landinu í dag verður á bilinu sjö til fimmtán stig þar sem hlýjast verður á Suður- og Suðausturlandi.

„Rigning norðanlands á morgun og skúrir austantil á landinu. Þurrt að mestu annars staðar. Norðan strekkingur víðast hvar. Svalt fyrir norðan, en hita að 16 stigum syðst.“

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðan 8-15 m/s á vesturhelmingi landsins, en 3-8 eystra. Lægir heldur um kvöldið. Rigning og hiti 4 til 8 stig á norðanverðu landinu, en bjart sunnan heiða með hita að 15 stigum allra syðst.

Á sunnudag: Norðlæg átt, 3-10 m/s og sums staðar dálitlar skúrir. Hiti 5 til 14 stig að deginum, mildast sunnan heiða.

Á mánudag: Hæg norðaustanátt og skúrir á víð og dreif. Heldur svalara.

Á þriðjudag: Norðaustanátt. Rigning sunnantil, en skúrir annars staðar. Hiti 7 til 12 stig.

Á miðvikudag: Norðaustan- og síðar norðanátt. Rigning austast, annars úrkomulítið. Hiti 4 til 12 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag: Útlit fyrir norðvestanátt með vætu og fremur svölu veðri fyrir norðan og austan, en bjart syðra og mildaraAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.