Veður

Rigning eða slydda sunnan- og vestan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til átta stig, mildast syðst.
Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til átta stig, mildast syðst. Vísir/Vilhelm

Víðáttumikil lægð suður af landinu og hæð yfir Grænlandi beina norðaustlægum áttum til landsins og verður víða strekkingur eða kaldi, en hægari vindur norðaustantil.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði dálítil slydduél eða él um landið norðan- og austanvert og rigning eða slydda sunnan- og vestanlands fyrripart dags. Það mun svo létta smám saman til á Suðvesturlandi.

Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til átta stig, mildast syðst.

Áfram norðaustlæg átt á morgun með dálítilli vætu á Austurlandi og Ströndum, annars víða bjart.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðaustan 8-15 m/s, hvassast við suðausturströndina. Dálítil rigning á austanverðu landinu og slydda á Ströndum, en annars yfirleitt bjart. Bætir í vind syðst um kvöldið. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á sunnudag: Norðaustan 10-18, hvassast við suðurströndina og skúrir eða él, en lengst af bjart á Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á mánudag og þriðjudag: Norðaustan 8-15 og dálítil rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið vestanlands. Hiti 0 til 5 stig.

Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og lítilsháttar él. Kólnar í veðri.

Á fimmtudag: Útlit fyrir ákveðna austlæga átt með slyddu eða snjókomu, en úrkomulítið fyrir norðan. Svalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×