Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sindri Sindrason les.
Sindri Sindrason les.

Bið eftir tímum hjá heimilislæknum hefur sjaldan verið lengri á höfuðborgarsvæðinu og eru sumar heilsugæslustöðvar hættar að taka við tímabókunum. Óbókuðum komum fólks hefur fjölgað gríðarlega milli ára. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Hann segir fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana villandi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Við lítum á skemmdarverk sem hafa verið unnin á listasýningu Hinsegin daga á Austurvelli. Lögfræðingur telur þau geta flokkast sem hatursorðræðu og telur ítrekuð sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma gríðarlegt áhyggjuefni.

Þá kíkjum við á sérstaka listasýningu - þar sem verkin eru unnin úr tíðarblóði og förum með Magnúsi Hlyni á Skriðuklaustur þar sem hann prófar ný sýndarveruleikagleraugu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×