Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 13:51 Staðurinn tæmdist á svipstundu eftir að lyktin fór á stjá. Vísir/Vilhelm Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. Um helgina var nóg að gera í bænum og gleðin var við völd, þar á meðal á Lebowski bar. Staðurinn var pakkfullur á laugardaginn þegar einhver mætti inn með prumpufýlusprengju og þegar lyktin tók yfir staðinn yfirgáfu hann allir og fóru út á götu. „Þetta hefur ekki komið áður fyrir hjá okkur en við höfum heyrt að aðrir staðir hafi lent í þessu, aðallega fyrir Covid. Þetta getur verið alveg agalegt. Þetta er tjón upp á gríðarlegar upphæðir. Við ætlum að gera allt í okkar valdi til að ná í þessa aðila,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski, í samtali við fréttastofu. Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski.Vísir/Egill Lebowski var ekki eini staðurinn sem lenti í þessu um helgina og nú er verið að bera saman myndbönd frá Lebowski við myndbönd frá öðrum stöðum. „Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem skemmtistaður lendir í þessu en sem betur fer náðum við að lofta vel út. Þetta eru leiðinda dúddar sem eru að standa í þessu,“ segir Arnar. Hann segist vera með nokkra grunaða. Hann hvetur þá sem bera ábyrgð á þessu að sleppa því að gera þetta og leyfa fólki að skemmta sér. „Það er gleði í fólki og við erum á fullu að undirbúa Menningarnótt og hvetjum flesta til að koma þá. Það er allt í blússandi gír og við erum að gera allt sem við getum til að gleðja landann og túristann. Keyra partýið í gang. Leiðindaatriði þegar svona aðilar halda að þetta sé fyndið og skemma fyrir öðrum,“ segir Arnar að lokum. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Um helgina var nóg að gera í bænum og gleðin var við völd, þar á meðal á Lebowski bar. Staðurinn var pakkfullur á laugardaginn þegar einhver mætti inn með prumpufýlusprengju og þegar lyktin tók yfir staðinn yfirgáfu hann allir og fóru út á götu. „Þetta hefur ekki komið áður fyrir hjá okkur en við höfum heyrt að aðrir staðir hafi lent í þessu, aðallega fyrir Covid. Þetta getur verið alveg agalegt. Þetta er tjón upp á gríðarlegar upphæðir. Við ætlum að gera allt í okkar valdi til að ná í þessa aðila,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski, í samtali við fréttastofu. Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski.Vísir/Egill Lebowski var ekki eini staðurinn sem lenti í þessu um helgina og nú er verið að bera saman myndbönd frá Lebowski við myndbönd frá öðrum stöðum. „Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem skemmtistaður lendir í þessu en sem betur fer náðum við að lofta vel út. Þetta eru leiðinda dúddar sem eru að standa í þessu,“ segir Arnar. Hann segist vera með nokkra grunaða. Hann hvetur þá sem bera ábyrgð á þessu að sleppa því að gera þetta og leyfa fólki að skemmta sér. „Það er gleði í fólki og við erum á fullu að undirbúa Menningarnótt og hvetjum flesta til að koma þá. Það er allt í blússandi gír og við erum að gera allt sem við getum til að gleðja landann og túristann. Keyra partýið í gang. Leiðindaatriði þegar svona aðilar halda að þetta sé fyndið og skemma fyrir öðrum,“ segir Arnar að lokum.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira