Ákærður fyrir að stela 34 símum og greiðslukorti fjórtán ára stúlku Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 10:16 Flestum símunum stal maðurinn úr Laugardalshöll, alls tíu talsins. Vísir/Vilhelm Rétt rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir að stela samtals 34 farsímum og öðru góssi, þar á meðal greiðslukorti 14 ára stúlku. Flest brotin voru framin í íþróttaklefum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Ákæran er í alls ellefu liðum og fjalla flestir þeirra um símaþjófnað. Samtals eru þetta 34 símar, flestir þeirra iPhone eða Samsung Galaxy. Þjófnaðirnir áttu sér allir stað á ellefu daga tímabili en ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna og hún því birt í Lögbirtingablaðinu. Notaði greiðslukortið í Háspennu Maðurinn stal þremur símum úr búningsklefa í Skautahöllinni, tveimur símum úr Íþróttamiðstöð Breiðabliks, þremur símum úr Ásgarði í Garðabæ, tveimur símum úr íþróttamiðstöð Þróttar, tveimur símum úr Dalskóla, tíu símum úr Laugardalshöll, átta símum og greiðslukorti úr íþróttamiðstöð Gróttu og fjórum símum og fartölvu úr Valsheimilinu. Ásamt félaga sínum notaði hann greiðslukortið sem hann stal úr íþróttamiðstöð Gróttu til að taka út tíu þúsund krónur í Háspennu við Rauðarárstíg. Ók án ökuréttinda Ásamt því að stela símunum stal hann Airpods-heyrnartólum, Moncler-úlpu og reiðufé. Þá er hann ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án ökuréttinda og án öryggisbeltis eftir Kringlumýrarbraut í átt að Hafnarfjarðarvegi uns lögregla stöðvaði akstur hans við Hamraborg í Kópavogi. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttinda. Móðir eiganda greiðslukortsins gerir einkaréttarkröfu upp á tæplega sextíu þúsund krónur auk vaxta. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Ákæran er í alls ellefu liðum og fjalla flestir þeirra um símaþjófnað. Samtals eru þetta 34 símar, flestir þeirra iPhone eða Samsung Galaxy. Þjófnaðirnir áttu sér allir stað á ellefu daga tímabili en ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna og hún því birt í Lögbirtingablaðinu. Notaði greiðslukortið í Háspennu Maðurinn stal þremur símum úr búningsklefa í Skautahöllinni, tveimur símum úr Íþróttamiðstöð Breiðabliks, þremur símum úr Ásgarði í Garðabæ, tveimur símum úr íþróttamiðstöð Þróttar, tveimur símum úr Dalskóla, tíu símum úr Laugardalshöll, átta símum og greiðslukorti úr íþróttamiðstöð Gróttu og fjórum símum og fartölvu úr Valsheimilinu. Ásamt félaga sínum notaði hann greiðslukortið sem hann stal úr íþróttamiðstöð Gróttu til að taka út tíu þúsund krónur í Háspennu við Rauðarárstíg. Ók án ökuréttinda Ásamt því að stela símunum stal hann Airpods-heyrnartólum, Moncler-úlpu og reiðufé. Þá er hann ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án ökuréttinda og án öryggisbeltis eftir Kringlumýrarbraut í átt að Hafnarfjarðarvegi uns lögregla stöðvaði akstur hans við Hamraborg í Kópavogi. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttinda. Móðir eiganda greiðslukortsins gerir einkaréttarkröfu upp á tæplega sextíu þúsund krónur auk vaxta.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira