Innlent

Syngjandi kaupfélagsstjóri á Bíldudal

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Gísli Ægir og Anna Vilborg, ásamt börnum sínum á Vegamótum, sem er eins konar félagsmiðstöð þorpsins.
Gísli Ægir og Anna Vilborg, ásamt börnum sínum á Vegamótum, sem er eins konar félagsmiðstöð þorpsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Staðurinn er eina verslunin á staðnum, veitingastaðurinn, kaffihúsið og barinn í bænum, auk þess að vera félagsmiðstöð bæjarbúa. Hér erum við að tala um Vegamót á Bíldudal þar sem kaupfélagsstjórinn á það til að taka upp gítarinn og spila og syngja fyrir viðskiptavini.

Gísli Ægir Ágústsson og kona hans, Anna Vilborg Rúnarsdóttir, ásamt börnum þeirra eiga og reka Vegamót. Þau segjast vera „Kaupmaðurinn á horninu“ með helstu nauðsynjavörum og ef bæjarbúum vantar eitthvað, sem er ekki til í versluninni þá er það pantað einn, tveir og þrír.

„Við erum líka með bátana, þeir senda okkur bara vörulista og við pöntum það inn, tökum saman og skutlum niður í bát. Vinsælustu vörurnar okkar eru ferskvörurnar, mjólkurvörurnar, ávextirnir og grænmetið. Og já, snakk og öl, svo náttúrulega bara veitingastaðurinn, hann er náttúrulega gífurlega vinsæll, „fish & chips“, segir Anna Vilborg.

Anna segir að Vegamót séu líka félagsmiðstöðin í bænum, þar hittist allt fólkið.

„Já, já, þetta er náttúrulega bara hjarta bæjarins, hérna koma allir í gegn nokkrum sinnum á dag.“

Og ef kaupfélagsstjórinn Gísli Ægir er í þannig skapi þá tekur hann upp gítarinn og spilar og syngur fyrir viðskiptavini, hvort sem það er klukkan átta á morgnanna, tvö eftir hádegi eða tíu á kvöldin, hann er alltaf í stuði.

Gísli Ægir Ágústsson er flottur þegar hann spilar á gítarinn og syngur fyrir gesti á Vegamótum.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.