Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2022 21:40 Vegartálminn sem maðurinn klessti á en í bakgrunni má sjá þinghúsið. Getty/Tasos Katopodis Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. Atvikið átti sér stað skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að staðartíma samkvæmt frétt AP um málið. Maðurinn hefur verið nafngreindur sem Richard A. York III, 29 ára Delawere-búi, en að sögn yfirvalda þá klessti York bíl sínum á vegartálma á vegi sem leiðir að þinghúsinu. Í kjölfarið steig hann út úr bílnum sem hafði þá kviknað í og skaut úr byssu sinni út í loftið, að því er virðist handahófskennt. Þegar lögreglumenn nálguðust York skaut hann sjálfan sig og var síðar úrskurðaður látinn. Auknar árásir og hótanir upp á síðkastið Tom Manger, lögreglustjóri Capitol-lögreglunnar, sagði við fjölmiðla að lögreglumenn hefðu ekki heyrt York segja neitt áður en hann skaut úr byssu sinni. Þá sagði Manger að yfirvöld væru að rannsaka hvort maðurinn hefði sjálfur kveikt í bílnum þar sem áreksturinn virtist ekki hafa valdið honum. Áreksturinn minnir á sambærilegt atvik sem átti sér stað í apríl 2021 þegar maður keyrði á bíl sínum yfir tvo lögreglumenn við þinghúsið og drap annan þeirra. Þá kemur þessi árekstur einnig í kjölfar annarra árása og hótana sem lögreglumenn og alríkislögreglumenna hafa þurft að þola víða um Bandaríkin eftir að alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donald Trump í Mar-a-Lago. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI skotinn til bana eftir eftirför lögreglu Brynklæddur og vopnaður maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI fyrr í dag og flúði af vettvangi var skotinn til bana af ríkislögregluþjónum eftir klukktíma langa eftirför um sveitavegi Ohio-ríkis. 12. ágúst 2022 00:06 Árásin í gær vekur spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið Árásin sem gerð var við bandaríska þinghúsið í Washington DC í gær, þar sem einn lögreglumaður lést og annar særðist, hefur vakið nýjar spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan æstur múgur gerði atlögu að þinghúsinu en þá létust fimm og enn fleiri særðust. 3. apríl 2021 11:42 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að staðartíma samkvæmt frétt AP um málið. Maðurinn hefur verið nafngreindur sem Richard A. York III, 29 ára Delawere-búi, en að sögn yfirvalda þá klessti York bíl sínum á vegartálma á vegi sem leiðir að þinghúsinu. Í kjölfarið steig hann út úr bílnum sem hafði þá kviknað í og skaut úr byssu sinni út í loftið, að því er virðist handahófskennt. Þegar lögreglumenn nálguðust York skaut hann sjálfan sig og var síðar úrskurðaður látinn. Auknar árásir og hótanir upp á síðkastið Tom Manger, lögreglustjóri Capitol-lögreglunnar, sagði við fjölmiðla að lögreglumenn hefðu ekki heyrt York segja neitt áður en hann skaut úr byssu sinni. Þá sagði Manger að yfirvöld væru að rannsaka hvort maðurinn hefði sjálfur kveikt í bílnum þar sem áreksturinn virtist ekki hafa valdið honum. Áreksturinn minnir á sambærilegt atvik sem átti sér stað í apríl 2021 þegar maður keyrði á bíl sínum yfir tvo lögreglumenn við þinghúsið og drap annan þeirra. Þá kemur þessi árekstur einnig í kjölfar annarra árása og hótana sem lögreglumenn og alríkislögreglumenna hafa þurft að þola víða um Bandaríkin eftir að alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donald Trump í Mar-a-Lago.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI skotinn til bana eftir eftirför lögreglu Brynklæddur og vopnaður maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI fyrr í dag og flúði af vettvangi var skotinn til bana af ríkislögregluþjónum eftir klukktíma langa eftirför um sveitavegi Ohio-ríkis. 12. ágúst 2022 00:06 Árásin í gær vekur spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið Árásin sem gerð var við bandaríska þinghúsið í Washington DC í gær, þar sem einn lögreglumaður lést og annar særðist, hefur vakið nýjar spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan æstur múgur gerði atlögu að þinghúsinu en þá létust fimm og enn fleiri særðust. 3. apríl 2021 11:42 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI skotinn til bana eftir eftirför lögreglu Brynklæddur og vopnaður maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI fyrr í dag og flúði af vettvangi var skotinn til bana af ríkislögregluþjónum eftir klukktíma langa eftirför um sveitavegi Ohio-ríkis. 12. ágúst 2022 00:06
Árásin í gær vekur spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið Árásin sem gerð var við bandaríska þinghúsið í Washington DC í gær, þar sem einn lögreglumaður lést og annar særðist, hefur vakið nýjar spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan æstur múgur gerði atlögu að þinghúsinu en þá létust fimm og enn fleiri særðust. 3. apríl 2021 11:42
Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19
Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11