Nökkvi: Þegar maður heyrir áhuga þá reikar hugurinn eitthvað 14. ágúst 2022 19:06 Nökkvi Þeyr skoraði tvö marka KA í leiknum. Vísir/Hulda Margrét KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk. KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk. „11 á móti 11 vorum við í smá brasi. Það var eins og þetta væri smá erfið fæðing í fyrri hálfleik og við vorum ekki að gera réttu hlutina og þetta var svolítið þvingað hjá okkur. Svo lendum við í því að vera manni fleiri og þá breytist leikurinn, þeir detta neðar og við förum að halda boltanum meira og þá snýst þetta mikið um að vera þolinmóður og finna réttu glufurnar og við gerðum það svo sannarlega.” Hvað er að valda þessari frábæru frammistöðu hjá Nökkva í sumar? „Það er bara mjög einfalt; aukaæfingin. Gera réttu hlutina og þessi smáatriði. Í stuttu orði aukaæfingin.” Hafa einhver lið verið að sýna áhuga að utan? „Ég er bara að einbeita mér núna að KA en maður er alltaf að lesa eitthvað en eina einbeiting mín núna er að standa mig sem best með KA og svo kemur hitt bara.” „Þegar að maður heyrir af áhuga þá reikar hugurinn eitthvað en maður verður þá bara að skrúfa hausinn rétt á og einbeita sér að næsta leik því að eins og er er ég hjá KA og minn fókus er á KA og reyna gera mitt besta fyrir KA og við erum með markmið og mig langar að reyna ná þeim”, sagði Nökkvi ennfremur þegar hann er spurður hvort hugurinn reiki út. Þorri Mar, tvíburabróðir Nökkva, spilaði í vinstri bakverðinum í dag og segir Nökkvi það vera virkilega skemmtilegt að spila á sama væng og bróðir sinn. „Mér finnst það bara mjög gaman og við erum báðir með mikla hlaupagetu þannig að þegar að líður á leikinn getur verið erfitt að mæta okkur þegar að andstæðingarnir eru orðnir þreyttir og við skiljum náttúrulega hvorn annan mjög vel og ég vil endilega gera meira af því.” KA hefur unnið 5 af síðustu 6 leikjum sínum í deildinni. Er liðið með augstað á titilbaráttunni? „Við ætlum bara að einbeita okkur af einum leik í einu” segir Nökkvi og hlær þegar hann sér glottið á undirrituðum eftir þessa klisju. Hann heldur þó áfram: „Við ætlum að vinna næsta leik, það er á móti Stjörnunni, og svo ætlum við að reyna fara eins hátt og við getum og við þurfum að vera virkilega einbeittir næstu vikur, þetta eru stórar vikur framundan og stórir leikir og svo sjáum við bara hvað setur”, sagði Nökkvi að lokum og rauk inn í KA heimilið úr kuldanum úti á velli. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Fleiri fréttir City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk. „11 á móti 11 vorum við í smá brasi. Það var eins og þetta væri smá erfið fæðing í fyrri hálfleik og við vorum ekki að gera réttu hlutina og þetta var svolítið þvingað hjá okkur. Svo lendum við í því að vera manni fleiri og þá breytist leikurinn, þeir detta neðar og við förum að halda boltanum meira og þá snýst þetta mikið um að vera þolinmóður og finna réttu glufurnar og við gerðum það svo sannarlega.” Hvað er að valda þessari frábæru frammistöðu hjá Nökkva í sumar? „Það er bara mjög einfalt; aukaæfingin. Gera réttu hlutina og þessi smáatriði. Í stuttu orði aukaæfingin.” Hafa einhver lið verið að sýna áhuga að utan? „Ég er bara að einbeita mér núna að KA en maður er alltaf að lesa eitthvað en eina einbeiting mín núna er að standa mig sem best með KA og svo kemur hitt bara.” „Þegar að maður heyrir af áhuga þá reikar hugurinn eitthvað en maður verður þá bara að skrúfa hausinn rétt á og einbeita sér að næsta leik því að eins og er er ég hjá KA og minn fókus er á KA og reyna gera mitt besta fyrir KA og við erum með markmið og mig langar að reyna ná þeim”, sagði Nökkvi ennfremur þegar hann er spurður hvort hugurinn reiki út. Þorri Mar, tvíburabróðir Nökkva, spilaði í vinstri bakverðinum í dag og segir Nökkvi það vera virkilega skemmtilegt að spila á sama væng og bróðir sinn. „Mér finnst það bara mjög gaman og við erum báðir með mikla hlaupagetu þannig að þegar að líður á leikinn getur verið erfitt að mæta okkur þegar að andstæðingarnir eru orðnir þreyttir og við skiljum náttúrulega hvorn annan mjög vel og ég vil endilega gera meira af því.” KA hefur unnið 5 af síðustu 6 leikjum sínum í deildinni. Er liðið með augstað á titilbaráttunni? „Við ætlum bara að einbeita okkur af einum leik í einu” segir Nökkvi og hlær þegar hann sér glottið á undirrituðum eftir þessa klisju. Hann heldur þó áfram: „Við ætlum að vinna næsta leik, það er á móti Stjörnunni, og svo ætlum við að reyna fara eins hátt og við getum og við þurfum að vera virkilega einbeittir næstu vikur, þetta eru stórar vikur framundan og stórir leikir og svo sjáum við bara hvað setur”, sagði Nökkvi að lokum og rauk inn í KA heimilið úr kuldanum úti á velli.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Fleiri fréttir City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira