Innlent

Reyndi að komast á skemmtistað með hníf og hnúajárn

Samúel Karl Ólason skrifar
Í dagbók lögreglu segir að fjöldi mála á skráð frá klukkan fimm í morgun til ellefu séu 26 talsins.
Í dagbók lögreglu segir að fjöldi mála á skráð frá klukkan fimm í morgun til ellefu séu 26 talsins. Vísir/Tumi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning frá dyravörðum um mann sem vara að reyna að komast inn á skemmtistað í miðbænum. Maðurinn var með hníf og hnúajárn.

Þegar lögregluþjóna bar að garði afhenti maðurinn þeim vopnin og var hann kærður fyrir brot á vopnalögum.

Í dagbók lögreglu segir að fjöldi mála á skráð frá klukkan fimm í morgun til ellefu séu 26 talsins.

Þar á meðal var tilkynnt um að stúlka hefði orðið fyrir líkamsárás á skemmtistað. Rifið var í hár hennar og hún slegin í hnakkann. Einnig barst tilkynning um að tveir menn hefðu ráðist á einn á Ingólfstorgi. Sá sem ráðist var á hlaut minniháttar áverka.

Hafa þurfti afskipti af tveimur sem voru ofurölvi. Annar lá á gangstétt í Vesturbænum og hinn var á veitingastað í miðbænum.

Lögreglan hafði einnig afskipti af manni sem var að hella bjór yfir stelpur í miðbænum og handtók einn mann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.