Fleiri barir en börn í skólanum á Borgarfirði eystri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. ágúst 2022 08:03 Helgi Hlynur Ásgrímsson, íbúi á staðnum og sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi. Hann segir Borgarfjörð eystri nafla alheimsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru fleiri barir hérna en börn í skólanum“, segir sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna í Múlaþingi en þá á hann við þorpið á Borgarfirði eystri. Mikil uppbygging er á staðnum, ekki síst í ferðaþjónustu og nú hafa fyrstu nýju íbúðarhúsin í fjörutíu ár verið byggð í þorpinu. Það er ótrúlega fallegt og gaman að koma á Borgarfjörð eystri, þetta litla fallega þorp með um 130 íbúum. Ferðaþjónustan setur stóran svip á staðinn. Helgi Hlynur hefur búið meira og minna allt sitt líf á staðnum og veit því því allt um staðinn. „Þetta er nafli alheimsins, þú þarft ekki meira en horfa í kringum þig og það er varla víðar á Íslandi, sem er fallegra en heldur en hér, segir Helgi Hlynur Ásgrímsson, íbúi á staðnum og sveitarstjórnarmaður. Helgi Hlynur segir að ferðaþjónusta á staðnum sé á blússandi siglingu. „Þetta er ekki alveg sjálfbært svona til lengdar eins og þetta er. Það eru sem sagt fleiri barir en börn í skólanum, en við verðum bara að vona að það lagist fljótlega. Það var verið að opna sjötta barinn í síðustu viku,“ segir Helgi Hlynur og hlær. Það er margt að sjá og skoða á Borgarfirði eystri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Hlynur er stoltur af höfninni á staðnum. „Hér var og hafa aldrei verið neitt annað en trillur þannig að við höfum aldrei lent í stóráföllum með kvóta, það hefur aldrei verið neinn kvóti. En það eru tuttugu trillur hérna og flestar á strandveiðum.“ Helgi Hlynur segir að Hafnarhólminn sé mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en þar er besta aðstaðan á Íslandi til að sjá lunda, það liggur við að það sé hægt að klappa honum í hólmanum. Hafnarhólminn er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en þar er besta aðstaðan á Íslandi til að sjá lunda, það liggur við að það sé hægt að klappa honum í hólmanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig sérðu samfélagið þróast hérna næstu fimmtán til tuttugu árin? „Ég vona að við náum þeim áfanga að það verði fleiri börn en barir einhvern tímann í framtíðinni. Það hefur verið að fjölga og það er verið að byggja hús í fyrsta skipti í 40 ár og ætli það sé ekki flutt inn í átta nýjar íbúðir á síðustu tveimur árum og nokkrar í byggingu.“ En hvernig er að heita Helgi Hlynur og að vera að tala við Magnús Hlyn? „Ég var beðin að koma hérna í viðtal af því að ég væri svo sérkennilegur og mér finnst það magnað því ég er ekkert vissum að við hefðum fundið öllu sérkennilegri mann að tala við mig, ég er ánægður með þetta,“ segir Helgi Hlynur og skellihlær. Hlynirnir, Magnús Hlynur og Helgi Hlynur.Aðsend Múlaþing Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Það er ótrúlega fallegt og gaman að koma á Borgarfjörð eystri, þetta litla fallega þorp með um 130 íbúum. Ferðaþjónustan setur stóran svip á staðinn. Helgi Hlynur hefur búið meira og minna allt sitt líf á staðnum og veit því því allt um staðinn. „Þetta er nafli alheimsins, þú þarft ekki meira en horfa í kringum þig og það er varla víðar á Íslandi, sem er fallegra en heldur en hér, segir Helgi Hlynur Ásgrímsson, íbúi á staðnum og sveitarstjórnarmaður. Helgi Hlynur segir að ferðaþjónusta á staðnum sé á blússandi siglingu. „Þetta er ekki alveg sjálfbært svona til lengdar eins og þetta er. Það eru sem sagt fleiri barir en börn í skólanum, en við verðum bara að vona að það lagist fljótlega. Það var verið að opna sjötta barinn í síðustu viku,“ segir Helgi Hlynur og hlær. Það er margt að sjá og skoða á Borgarfirði eystri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Hlynur er stoltur af höfninni á staðnum. „Hér var og hafa aldrei verið neitt annað en trillur þannig að við höfum aldrei lent í stóráföllum með kvóta, það hefur aldrei verið neinn kvóti. En það eru tuttugu trillur hérna og flestar á strandveiðum.“ Helgi Hlynur segir að Hafnarhólminn sé mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en þar er besta aðstaðan á Íslandi til að sjá lunda, það liggur við að það sé hægt að klappa honum í hólmanum. Hafnarhólminn er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en þar er besta aðstaðan á Íslandi til að sjá lunda, það liggur við að það sé hægt að klappa honum í hólmanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig sérðu samfélagið þróast hérna næstu fimmtán til tuttugu árin? „Ég vona að við náum þeim áfanga að það verði fleiri börn en barir einhvern tímann í framtíðinni. Það hefur verið að fjölga og það er verið að byggja hús í fyrsta skipti í 40 ár og ætli það sé ekki flutt inn í átta nýjar íbúðir á síðustu tveimur árum og nokkrar í byggingu.“ En hvernig er að heita Helgi Hlynur og að vera að tala við Magnús Hlyn? „Ég var beðin að koma hérna í viðtal af því að ég væri svo sérkennilegur og mér finnst það magnað því ég er ekkert vissum að við hefðum fundið öllu sérkennilegri mann að tala við mig, ég er ánægður með þetta,“ segir Helgi Hlynur og skellihlær. Hlynirnir, Magnús Hlynur og Helgi Hlynur.Aðsend
Múlaþing Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?