Innlent

Inga Hrefna ráðin að­stoðar­maður utan­ríkis­ráð­herra

Bjarki Sigurðsson skrifar
Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir er nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra.
Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir er nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Vísir

Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra.

Inga Hrefna hefur áður gegnt stöðu aðstoðarmanns ráðherra en hún var aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar á árunum 2013-2021. Þar á undan var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins en í dag er hún formaður stjórnar Menntasjóðs námsmanna.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Inga Hrefna sé fædd og uppalin á Seyðisfirði. Hún er gift Þorgeiri Arnari Jónssyni og eiga þau tvö börn.

Inga Hrefna verður ekki eini aðstoðarmaður Þórdísar en Þórlindur Kjartansson er einnig aðstoðarmaður hennar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×