Ljósmöstur verða sett upp við gönguleiðina að gosinu á næstu dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2022 16:22 Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns. Vísir/Egill Á fimmta þúsund gekk að gosstöðvunum í Meradölum í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Björgunaraðilar segja vel hafa gengið við gosið undanfarna daga þrátt fyrir þennan gríðarlega fjölda fólks og nú sé unnið að lagfæringu gönguleiðarinnar. Eldgosið í Meradölum heldur áfram uppteknum hætti n enn er hraun ekki farið að flæða upp úr dölunum í suðurátt. Stöðugur straumur hefur verið af fólki síðan gosstöðvarnar opnuðu aftur eftir þriggja daga lokun á miðvikudag en að sögn björgunaraðila var gríðarlegur fjöldi mættur snemma í morgun til að ganga að gosstöðvunum. „Það er meira af fólki mætt núna strax í morgunsárið heldur en var í gær,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Tveir gönguhópar villtust af leið við gosstöðvarnar í nótt og þurftu viðbragðsaðilar að aðstoða þá að komast leiðar sinnar. Þá hafi ekki þurft að vísa mörgum frá, sem voru með ung börn með sér. „Þetta er langt rölt og annað en ef fólk græjar sig vel og gerir þetta rétt, er hlýtt og annað þá er þetta bara skemmtileg upplifun,“ segir Bogi. „Þetta er svona eins og ef þú ferð út í skóg og klappar skógarbirni. Hann kannski leyfir þér að klappa sér en gæti líka étið þig.“ Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu hafi komið Grindvíkingum til aðstoðar, sem hafi gert björgunarsveitinni Þorbirni kleift að einbeita sér að forvarnavinnu. „Setja upp stikur og á morgun fara líklega upp ljósamöstur. Það er verið að vinna í göngustígnum svakalega mikið. Ástæðan fyrir því að við náum að einbeita okkur og gera mikið af þessu er að við fáum mikla aðstoð frá öllum svietum frá landsbjörgu sem koma hérna og vinna með okkur í þessu.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Dæmi um að ferðamenn gangi af sér skóna Frá því að eldgosið í Meradölum hófst eru dæmi um að björgunarsveitir hafi þurft að skutla ferðamönnum til baka vegna þess að ekkert er eftir af skóbúnaði þeirra. Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar biðlar til þeirra sem ætla að ganga að gosinu að undirbúa sig vel. 12. ágúst 2022 14:46 Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. 12. ágúst 2022 10:52 Villtust af gönguleiðinni í nótt Viðbragðsaðilar á vakt við gosstöðvarnar aðstoðu átján manns sem villst höfðu af gönguleið A að eldgosinu í nótt. 12. ágúst 2022 10:11 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Eldgosið í Meradölum heldur áfram uppteknum hætti n enn er hraun ekki farið að flæða upp úr dölunum í suðurátt. Stöðugur straumur hefur verið af fólki síðan gosstöðvarnar opnuðu aftur eftir þriggja daga lokun á miðvikudag en að sögn björgunaraðila var gríðarlegur fjöldi mættur snemma í morgun til að ganga að gosstöðvunum. „Það er meira af fólki mætt núna strax í morgunsárið heldur en var í gær,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Tveir gönguhópar villtust af leið við gosstöðvarnar í nótt og þurftu viðbragðsaðilar að aðstoða þá að komast leiðar sinnar. Þá hafi ekki þurft að vísa mörgum frá, sem voru með ung börn með sér. „Þetta er langt rölt og annað en ef fólk græjar sig vel og gerir þetta rétt, er hlýtt og annað þá er þetta bara skemmtileg upplifun,“ segir Bogi. „Þetta er svona eins og ef þú ferð út í skóg og klappar skógarbirni. Hann kannski leyfir þér að klappa sér en gæti líka étið þig.“ Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu hafi komið Grindvíkingum til aðstoðar, sem hafi gert björgunarsveitinni Þorbirni kleift að einbeita sér að forvarnavinnu. „Setja upp stikur og á morgun fara líklega upp ljósamöstur. Það er verið að vinna í göngustígnum svakalega mikið. Ástæðan fyrir því að við náum að einbeita okkur og gera mikið af þessu er að við fáum mikla aðstoð frá öllum svietum frá landsbjörgu sem koma hérna og vinna með okkur í þessu.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Dæmi um að ferðamenn gangi af sér skóna Frá því að eldgosið í Meradölum hófst eru dæmi um að björgunarsveitir hafi þurft að skutla ferðamönnum til baka vegna þess að ekkert er eftir af skóbúnaði þeirra. Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar biðlar til þeirra sem ætla að ganga að gosinu að undirbúa sig vel. 12. ágúst 2022 14:46 Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. 12. ágúst 2022 10:52 Villtust af gönguleiðinni í nótt Viðbragðsaðilar á vakt við gosstöðvarnar aðstoðu átján manns sem villst höfðu af gönguleið A að eldgosinu í nótt. 12. ágúst 2022 10:11 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Dæmi um að ferðamenn gangi af sér skóna Frá því að eldgosið í Meradölum hófst eru dæmi um að björgunarsveitir hafi þurft að skutla ferðamönnum til baka vegna þess að ekkert er eftir af skóbúnaði þeirra. Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar biðlar til þeirra sem ætla að ganga að gosinu að undirbúa sig vel. 12. ágúst 2022 14:46
Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. 12. ágúst 2022 10:52
Villtust af gönguleiðinni í nótt Viðbragðsaðilar á vakt við gosstöðvarnar aðstoðu átján manns sem villst höfðu af gönguleið A að eldgosinu í nótt. 12. ágúst 2022 10:11