Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2022 11:44 Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Aðsend Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó. Verkefnið nefnist Sæberg (e. CO2SeaStone) og er samstarfsverkefni Carbfix og ETH Zurich, Háskóla Íslands, ÍSOR, háskólanna í Genf og Lausanne og University College í London. Tilraunin er hluti af stærra verkefni sem gengur út á að prófa og þróa nokkrar mismunandi tæknilausnir til að fanga, nýta, flytja og farga koltvísýring frá Sviss. Það er gert ýmist til að ná fram neikvæðri losun eða minnka hana með því að fanga frá iðnaði sem ekki á gott með að draga úr sinni losun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Carbfix en fyrirtækið hefur í um áratug fangað koltvíoxíð úr útblæstri jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði og bundið það í jörðu. Fyrir um ári hóf félagið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, að binda líka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, blanda því í vatn og binda það í jörðina. Mikilvægt rannsóknarverkefni Nú eru nýjar aðferðir í sjónmáli en Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir Sæbergsverkefnið eitt það mikilvægasta sem fyrirtækið vinnur að um þessar mundir. „Þó að hægt sé að beita tækni okkar víða um heiminn myndi það auka möguleika hennar verulega að geta notað sjó í stað ferskvatns. Við eigum mjög gott samstarf við fjölmarga aðila um verkefnið og erum þakklát bæði Reykjanesbæ fyrir að veita því aðstöðu í Helguvík og Samskipum fyrir að greiða fyrir flutningnum,“ er haft eftir Eddu í tilkynningu Carbfix. Edda Sif Pind Aradóttir er forstjóri CarbFix.Vísir/egill Tækifæri fyrir þróunarlönd Í tilkynningunni segir einnig að Háskóli Íslandi og Carbfix hafi nú þegar sýnt fram á það að sjór hefur sömu virkni og ferskvatn þegar kemur að Carbfix-tækninni. Nú verði það í fyrsta sinn reynt á stærri skala með niðurdælingu. Stefnt er að því að borholan í Helguvík verði tilbúin á haustmánuðum og niðurdæling hefjist í kjölfarið. Þótt víða í heiminum séu góðar aðstæður til að beita Carbfix-tækninni er aðgangur að ferskvatni sums staðar takmarkandi þáttur. Takist að nota sjó í stað ferskvatns mun það fjölga verulega þeim svæðum þar sem hægt er að beita tækninni. Til að mynda er basalt undir stórum hluta sjávarbotns jarðar. Koltvísýringur á leið til Íslands.aðsend Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46 „Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. 28. júní 2022 11:55 Carbfix hlýtur sextán milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu Íslenska kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu til uppbyggingar á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal sem á að rísa í Straumsvík. Styrkurinn er sá stærsti sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum sambandsins og nemur 16 milljörðum króna. 13. júlí 2022 08:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Verkefnið nefnist Sæberg (e. CO2SeaStone) og er samstarfsverkefni Carbfix og ETH Zurich, Háskóla Íslands, ÍSOR, háskólanna í Genf og Lausanne og University College í London. Tilraunin er hluti af stærra verkefni sem gengur út á að prófa og þróa nokkrar mismunandi tæknilausnir til að fanga, nýta, flytja og farga koltvísýring frá Sviss. Það er gert ýmist til að ná fram neikvæðri losun eða minnka hana með því að fanga frá iðnaði sem ekki á gott með að draga úr sinni losun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Carbfix en fyrirtækið hefur í um áratug fangað koltvíoxíð úr útblæstri jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði og bundið það í jörðu. Fyrir um ári hóf félagið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, að binda líka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, blanda því í vatn og binda það í jörðina. Mikilvægt rannsóknarverkefni Nú eru nýjar aðferðir í sjónmáli en Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir Sæbergsverkefnið eitt það mikilvægasta sem fyrirtækið vinnur að um þessar mundir. „Þó að hægt sé að beita tækni okkar víða um heiminn myndi það auka möguleika hennar verulega að geta notað sjó í stað ferskvatns. Við eigum mjög gott samstarf við fjölmarga aðila um verkefnið og erum þakklát bæði Reykjanesbæ fyrir að veita því aðstöðu í Helguvík og Samskipum fyrir að greiða fyrir flutningnum,“ er haft eftir Eddu í tilkynningu Carbfix. Edda Sif Pind Aradóttir er forstjóri CarbFix.Vísir/egill Tækifæri fyrir þróunarlönd Í tilkynningunni segir einnig að Háskóli Íslandi og Carbfix hafi nú þegar sýnt fram á það að sjór hefur sömu virkni og ferskvatn þegar kemur að Carbfix-tækninni. Nú verði það í fyrsta sinn reynt á stærri skala með niðurdælingu. Stefnt er að því að borholan í Helguvík verði tilbúin á haustmánuðum og niðurdæling hefjist í kjölfarið. Þótt víða í heiminum séu góðar aðstæður til að beita Carbfix-tækninni er aðgangur að ferskvatni sums staðar takmarkandi þáttur. Takist að nota sjó í stað ferskvatns mun það fjölga verulega þeim svæðum þar sem hægt er að beita tækninni. Til að mynda er basalt undir stórum hluta sjávarbotns jarðar. Koltvísýringur á leið til Íslands.aðsend
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46 „Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. 28. júní 2022 11:55 Carbfix hlýtur sextán milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu Íslenska kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu til uppbyggingar á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal sem á að rísa í Straumsvík. Styrkurinn er sá stærsti sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum sambandsins og nemur 16 milljörðum króna. 13. júlí 2022 08:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46
„Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. 28. júní 2022 11:55
Carbfix hlýtur sextán milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu Íslenska kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu til uppbyggingar á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal sem á að rísa í Straumsvík. Styrkurinn er sá stærsti sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum sambandsins og nemur 16 milljörðum króna. 13. júlí 2022 08:56