Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Árni Sæberg skrifar 12. ágúst 2022 10:14 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir er formaður Bárunnar, stéttarfélags. ASÍ Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. Í yfirlýsingunni segir að seta Drífu í stóli forseta Alþýðusambands Íslands hafi verið merkur og stór áfangi þar sem hún hafi verið fyrsta konan í embættinu í rúmlega hundrað ára sögu ASÍ. „Drífa Snædal hefur staðið sig með sóma í öllum þeim verkefnum og áskorunum sem verkalýðshreyfingin hefur staðið frammi fyrir. Hún stóð vörð um kjarasamninga og lífeyrisréttindi launafólks á tímum heimsfaraldar. Drífa hefur verið í forsvari gegn undirboðum á vinnumarkaði og sýnt mikinn kjark í að verja mannréttindi og kjarasamninga launamanna,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að stjórn Bárunnar finnist vægast sagt ömurlegt að fylgjast með þeim forystumönnum sem komu fram í fjölmiðlum og fögnuðu þeim sorgardegi þegar Drífa sagði af sér með ósmekklegum athugasemdum á hennar störf sem eigi sér enga stoð. Fram hafi komið að ástæða afsagnar Drífu hafi verið aðallega rætnar persónuárásir og einræðistilburðir sem hafi reynt verulega á hana í starfi. Armurinn orðinn að bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi Í yfirlýsingunni segir að Drífa hafi lagt mikla orku í að miðla málum til að fanga sem flest sjónarmið. Hún hafi mótmælt uppsögnum starfsfólks Eflingar, sem hafi vegið að grunngildum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan ekkert hafi heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni og Vilhjálmi Birgissyni. Nú sé frekari hreinsunum hótað innan verkalýðshreyfingarinnar. „Þessi svokallaði armur hefur í gegnum tíðina gagnrýnt svokallað bákn verkalýðshreyfingarinnar sem að þeirra mati hefur ekki talað fyrir hönd láglaunafólks og þeirra sem minna mega sín. Nú er komin sú staða að þessir sömu aðilar eru orðnir að stóru valdamiklu bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er vísað til arms Sólveigar Önnu Jónsdóttur, Ragnars Þórs Ingólfssonar og Vilhjálms Birgissonar. Stjórn Bárunnar lýsir yfir verulegum áhyggjum sínum af því að ofbeldismenning nái yfir í hreyfingunni sem stefni í að vera ólýðræðisleg og óaðlaðandi. Vilhjálmur tali ekki fyrir Báruna „Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands fór mikinn í viðtali á Bylgjunni þar sem hann sendi fráfarandi forseta vægast sagt kaldar kveðjur og tilnefndi forsetaefni. Stjórn Bárunnar, stéttarfélagsins vill koma því á framfæri að Vilhjálmur Birgisson var ekki að tala fyrir hönd félagsins og er ekki talsmaður félagsins sem er eitt af félögum innan SGS,“ segir í yfirlýsingu. Þar segir jafnframt að ekki hafi verið haldinn fundur formanna innan SGS þar sem samþykktar hafa verið fordæmalausar árásir á fráfarandi forseta ASÍ og tilnefningar á verðandi forseta ASÍ í nafni Starfsgreinasambandsins. „Báran, stéttarfélag hafnar öllu ofbeldi, einelti og ærumeiðingum innan hreyfingarinnar sem á að sýna gott fordæmi. Rúmlega 100 ára saga Así einkennist af baráttu og sigrum launafólks. Stöndum vörð um að halda þeirri vegferð áfram,“ segir í lok yfirlýsingar. Stéttarfélög ASÍ Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að seta Drífu í stóli forseta Alþýðusambands Íslands hafi verið merkur og stór áfangi þar sem hún hafi verið fyrsta konan í embættinu í rúmlega hundrað ára sögu ASÍ. „Drífa Snædal hefur staðið sig með sóma í öllum þeim verkefnum og áskorunum sem verkalýðshreyfingin hefur staðið frammi fyrir. Hún stóð vörð um kjarasamninga og lífeyrisréttindi launafólks á tímum heimsfaraldar. Drífa hefur verið í forsvari gegn undirboðum á vinnumarkaði og sýnt mikinn kjark í að verja mannréttindi og kjarasamninga launamanna,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að stjórn Bárunnar finnist vægast sagt ömurlegt að fylgjast með þeim forystumönnum sem komu fram í fjölmiðlum og fögnuðu þeim sorgardegi þegar Drífa sagði af sér með ósmekklegum athugasemdum á hennar störf sem eigi sér enga stoð. Fram hafi komið að ástæða afsagnar Drífu hafi verið aðallega rætnar persónuárásir og einræðistilburðir sem hafi reynt verulega á hana í starfi. Armurinn orðinn að bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi Í yfirlýsingunni segir að Drífa hafi lagt mikla orku í að miðla málum til að fanga sem flest sjónarmið. Hún hafi mótmælt uppsögnum starfsfólks Eflingar, sem hafi vegið að grunngildum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan ekkert hafi heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni og Vilhjálmi Birgissyni. Nú sé frekari hreinsunum hótað innan verkalýðshreyfingarinnar. „Þessi svokallaði armur hefur í gegnum tíðina gagnrýnt svokallað bákn verkalýðshreyfingarinnar sem að þeirra mati hefur ekki talað fyrir hönd láglaunafólks og þeirra sem minna mega sín. Nú er komin sú staða að þessir sömu aðilar eru orðnir að stóru valdamiklu bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er vísað til arms Sólveigar Önnu Jónsdóttur, Ragnars Þórs Ingólfssonar og Vilhjálms Birgissonar. Stjórn Bárunnar lýsir yfir verulegum áhyggjum sínum af því að ofbeldismenning nái yfir í hreyfingunni sem stefni í að vera ólýðræðisleg og óaðlaðandi. Vilhjálmur tali ekki fyrir Báruna „Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands fór mikinn í viðtali á Bylgjunni þar sem hann sendi fráfarandi forseta vægast sagt kaldar kveðjur og tilnefndi forsetaefni. Stjórn Bárunnar, stéttarfélagsins vill koma því á framfæri að Vilhjálmur Birgisson var ekki að tala fyrir hönd félagsins og er ekki talsmaður félagsins sem er eitt af félögum innan SGS,“ segir í yfirlýsingu. Þar segir jafnframt að ekki hafi verið haldinn fundur formanna innan SGS þar sem samþykktar hafa verið fordæmalausar árásir á fráfarandi forseta ASÍ og tilnefningar á verðandi forseta ASÍ í nafni Starfsgreinasambandsins. „Báran, stéttarfélag hafnar öllu ofbeldi, einelti og ærumeiðingum innan hreyfingarinnar sem á að sýna gott fordæmi. Rúmlega 100 ára saga Así einkennist af baráttu og sigrum launafólks. Stöndum vörð um að halda þeirri vegferð áfram,“ segir í lok yfirlýsingar.
Stéttarfélög ASÍ Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira