Fótbolti

Ísland tekur þátt í Eystrasaltsmótinu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Landsliðið verður í eldlínunni við Eystrasaltið í nóvember.
Landsliðið verður í eldlínunni við Eystrasaltið í nóvember. Vísir/Jónína Guðbjörg

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun taka þátt í Eystrasaltsmótinu (e. Baltic Cup) í vetur. Þar mun liðið etja kappi við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litáen.

Knattspyrnusamband Íslands greindi frá þessu á heimasíðu sinni í dag en Ísland mun keppa tvo leiki, þar sem undanúrslit, úrslit og bronsleikur verða leikin á mótinu.

Ísland mætir Litáen í undanúrslitunum en leikurinn mun fara fram annað hvort í Kaunas eða Vilnius. Lettland mætir Eistum í Riga í hinum undanúrslitaleiknum.

Undanúrslitin fara fram þann 16. nóvember en úrslit og bronsleikur 19. nóvember.

Eistar eru ríkjandi meistarar á mótinu frá því í fyrra en það hefur verið haldið reglulega frá árinu 1991 þegar ríkin fengu sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Það var áður haldið nánast árlega frá 1928 til 1940 áður en ríkin þrjú voru innlimuð í Sovétríkin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.