Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í raun enga breytingu hafa orðið á gosinu í nótt, áfram hleypir gosið frá sér háum gosstrókum og hraunbreiðan er orðin ansi fyrirferðamikil, en hún hefur hækkað um átt metra frá upphafi goss.
Líkt og greint var frá í kvöldfréttum okkar í gær, gætu ekki verið nema nokkrar vikur þar til dalurinn fyllist og kvikan renni yfir skarð í Meradölum eystri og í átt til Suðurstrandarvegs. Ekki var hægt að veita upplýsingar um hvort það hefði gerst nú þegar.
Meinlaust veður
Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni segir heldur meinlaust veður í kortunum á svæðinu í kringum gosstöðvarnar.
„Þetta verður suðvestan 5-10 og skúrir, svo fer að rigna í kvöld, leiðinlegra veður með kvöldinu. Ekkert hvassviðri þó.“