Innlent

Engin breyting á gosinu og meinlaust veður fyrri hluta dags

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mikill straumur hefur verið að gosinu síðustu daga.
Mikill straumur hefur verið að gosinu síðustu daga. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Engin breyting hefur orðið á eldgosinu  í Meradölum og álitlegra veður verður á svæðinu í dag en hann rignir með kvöldinu.

Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í raun enga breytingu hafa orðið á gosinu í nótt, áfram hleypir gosið frá sér háum gosstrókum og hraunbreiðan er orðin ansi fyrirferðamikil, en hún hefur hækkað um átt metra frá upphafi goss. 

Líkt og greint var frá í kvöldfréttum okkar í gær, gætu ekki verið nema nokkrar vikur þar til dalurinn fyllist og kvikan renni yfir skarð í Meradölum eystri og í átt til Suðurstrandarvegs. Ekki var hægt að veita upplýsingar um hvort það hefði gerst nú þegar.

Meinlaust veður

Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni segir heldur meinlaust veður í kortunum á svæðinu í kringum gosstöðvarnar. 

„Þetta verður suðvestan 5-10 og skúrir, svo fer að rigna í kvöld, leiðinlegra veður með kvöldinu. Ekkert hvassviðri þó.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.