Fótbolti

Ancelotti: Ekki í vafa um að skilvirkasti leikmaður heims eigi fá Gullknöttinn í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karim Benzema með Ofurbikar Evrópu eftir sigur Real Madrid í gær.
Karim Benzema með Ofurbikar Evrópu eftir sigur Real Madrid í gær. Getty/Chris Brunskill

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er ekki í neinum um vafa um það að Karim Benzema eigið mest skiið að fá Gullknöttinn fyrir árið í ár.

Ancelotti segir að Benzema sé skilvirkasti leikmaður heims.

Benzema hjálpaði Real Madrid að vinna enn einn titilinn í gær þegar hann skoraði seinna markið í 2-0 sigri á Evrópudeildarmeisturunum í leiknum um Ofurbikar Evrópu.

„Benzema er leiðtogi. Að við séum hérna er að hluta til honum að þakka. Hann skoraði fullt af mörkum. Varðandi Gullhnöttinn ... er einhver vafi? Ég held að það efist enginn um það að hann eigi að fá hann,“ sagði Carlo Ancelotti við Movistar eftir leikinn.

„Hann er mikilvægasti leikmaður okkar og skilvirkasti leikmaður heims á þessari stundu,“ sagði Ancelotti um hinn 34 ára gamla franska framherja.

„Hann var mjög mikilvægur þegar við unnum Meistaradeildina. Hann skoraði ekki í úrslitaleiknum en við komust í úrslitaleikinn þökk sé mörkum hans,“ sagði Ancelotti.

„Hann skoraði á móti [Manchester] City, á móti Chelsea og á móti Paris [Saint-Germain]. Hann er svo mikilvægur fyrir okkur og það enginn vafi í mínum huga að hann er sá besti á þessum tímapunkti,“ sagði Ancelotti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.