Innlent

Hval­fjarðar­göngunum lokað vegna bilaðs bíls

Bjarki Sigurðsson skrifar
Viðmælandi fréttastofu var fremstur í röðinni og þurfti að bíða í fjörutíu mínútur.
Viðmælandi fréttastofu var fremstur í röðinni og þurfti að bíða í fjörutíu mínútur. Aðsend

Lokað var fyrir umferð beggja megin við Hvalfjarðargöngin fyrr í kvöld. Er göngin voru opnuð á ný var um tíma var einungis hægt að keyra í átt að Akranesi en nú er einnig búið að opna fyrir umferð til Reykjavíkur.

RÚV greinir frá því að göngunum hafi verið lokað vegna bilaðs bíls. Í færslu sem birtist á Twitter-síðu Vegagerðarinnar segir að um sé að ræða stutta lokun.

Í samtali við fréttastofu segir einn þeirra sem þurfti að bíða á meðan göngin voru lokuð að hann hafi beðið í alls fjörutíu mínútur.

Uppfært kl 21:11: 

Í færslu á Twitter-síðu Vegagerðarinnar segir að búið sé að opna fyrir göngin aftur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.