Eiríkur Guðmundsson látinn Jakob Bjarnar skrifar 9. ágúst 2022 12:36 Útvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Eiríkur Guðmundsson er látinn, aðeins 52 ára að aldri. Vísir/Vilhelm Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður og rithöfundur er látinn aðeins 52 ára að aldri, hann fæddist þann 28. september 1969 í Bolungarvík. Eiríkur starfaði árum saman sem þáttastjórnandi á Rás eitt og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni. Hann gat sér orð fyrir skapandi og vönduð efnistök, pistlar hans um menningar- og þjóðmál vöktu athygli og viðtöl hans við bókmenntafólk og aðra voru ígrunduð þannig að eftir var tekið. Reyndar er óhætt að fullyrða að Eiríkur hafi um árabil verið einn eftirtektarverðasti útvarpsmaður landsins. Eiríkur útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla. Eiríkur var áhugamaður um tónlist, fékkst sjálfur við að leika á píanó og semja lög. Þá lét hann sé ekki nægja að fjalla um bókmenntir, sjálfur sendi hann frá sér skáldsögur. Sú fyrsta ber titilinn 39 þrep til glötunar, hún kom út árið 2004 og vakti þá þegar verulega athygli. Enginn byrjendabragur var á verkinu en seinna komu út bækurnar Undir himninum, 1983 og Ritgerð mín um sársaukann. Þá sendi Eiríkur frá sér bók sem fjallar um skáldskap Steinars Sigurjónssonar og ritstýrði heildarútgáfu á verkum hans. Vísir ræddi við Eirík í tilefni af útkomu bókar hans Ritgerð mín um sársaukann og birtist viðtalið í október 2018. Þar segir Eiríkur meðal annars: „Ég veit ekki hver ég er, og þess vegna skrifa ég. Þegar ég kemst að því hver ég er, hætti ég að skrifa og fer að semja tónlist, dægurlög. Það er mér ekki nóg að tala í útvarpið, jafn gaman og mér finnst að tala í útvarpið, ég elska það, en það er ýmislegt sem maður getur ekki sagt í útvarp, og maður færir það í skáldskap, ég skálda auðvitað í útvarpið, en svo er annað sem er hættulegra og það á ekki heima í útvarpi, heldur skáldskap.“ Er skáldskapur hættulegri en útvarpið? Býr meiri háski í því að sitja við skriftir en vera í beinni útsendingu? „Skáldskapur er hættulegasti hlutur í heimi. Hann er svo hættulegur að það ætti enginn að koma nálægt honum, og helst ekki lesa alvöru skáldskap. Það er ávísun á glötun. Beinar útsendingar eru hressandi, en fara sannarlega illa með mann, fari þær margar saman í röð eins og í mínu tilfelli, jafnvel lífshættulegar, eins og dæmin sanna. Ég hef upplifað það og gæti sagt af því langa sögu. En það er skáldskapurinn sem brjóst vor brennir, svo ég vitni í Stein sem kemur því miður mjög við sögu í minni bók.“ Eiríkur lætur eftir sig einn son, Kolbein Orfeus og stjúpdóttur, Vöku Blöndal. Andlát Bókmenntir Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Eiríkur starfaði árum saman sem þáttastjórnandi á Rás eitt og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni. Hann gat sér orð fyrir skapandi og vönduð efnistök, pistlar hans um menningar- og þjóðmál vöktu athygli og viðtöl hans við bókmenntafólk og aðra voru ígrunduð þannig að eftir var tekið. Reyndar er óhætt að fullyrða að Eiríkur hafi um árabil verið einn eftirtektarverðasti útvarpsmaður landsins. Eiríkur útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla. Eiríkur var áhugamaður um tónlist, fékkst sjálfur við að leika á píanó og semja lög. Þá lét hann sé ekki nægja að fjalla um bókmenntir, sjálfur sendi hann frá sér skáldsögur. Sú fyrsta ber titilinn 39 þrep til glötunar, hún kom út árið 2004 og vakti þá þegar verulega athygli. Enginn byrjendabragur var á verkinu en seinna komu út bækurnar Undir himninum, 1983 og Ritgerð mín um sársaukann. Þá sendi Eiríkur frá sér bók sem fjallar um skáldskap Steinars Sigurjónssonar og ritstýrði heildarútgáfu á verkum hans. Vísir ræddi við Eirík í tilefni af útkomu bókar hans Ritgerð mín um sársaukann og birtist viðtalið í október 2018. Þar segir Eiríkur meðal annars: „Ég veit ekki hver ég er, og þess vegna skrifa ég. Þegar ég kemst að því hver ég er, hætti ég að skrifa og fer að semja tónlist, dægurlög. Það er mér ekki nóg að tala í útvarpið, jafn gaman og mér finnst að tala í útvarpið, ég elska það, en það er ýmislegt sem maður getur ekki sagt í útvarp, og maður færir það í skáldskap, ég skálda auðvitað í útvarpið, en svo er annað sem er hættulegra og það á ekki heima í útvarpi, heldur skáldskap.“ Er skáldskapur hættulegri en útvarpið? Býr meiri háski í því að sitja við skriftir en vera í beinni útsendingu? „Skáldskapur er hættulegasti hlutur í heimi. Hann er svo hættulegur að það ætti enginn að koma nálægt honum, og helst ekki lesa alvöru skáldskap. Það er ávísun á glötun. Beinar útsendingar eru hressandi, en fara sannarlega illa með mann, fari þær margar saman í röð eins og í mínu tilfelli, jafnvel lífshættulegar, eins og dæmin sanna. Ég hef upplifað það og gæti sagt af því langa sögu. En það er skáldskapurinn sem brjóst vor brennir, svo ég vitni í Stein sem kemur því miður mjög við sögu í minni bók.“ Eiríkur lætur eftir sig einn son, Kolbein Orfeus og stjúpdóttur, Vöku Blöndal.
Andlát Bókmenntir Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira