Innlent

Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Einhver pláss eru laus en ekki endilega þar sem þeirra er mest þörf.
Einhver pláss eru laus en ekki endilega þar sem þeirra er mest þörf.

Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Þar segir að unnið sé að því að safna upplýsingum um stöðuna og hún verði kynnt fyrir borgarráði á fimmtudaginn.

Helgi segir aukinn straum fólks til Reykjavíkur hluta vandans.

„Það eru svo ofboðslega miklar breytingar á þessum listum hjá okkur. Hvert barn sem flytur til Reykjavíkur, sem er tveggja ára eða eldra, ýtir einhverjum út sem hefði kannski verið næstur í röðinni. Við þurfum alltaf að vinna eftir kennitöluröðuninni og erum með síkvikar upplýsingar, sem við þurfum að vinna úr til að geta gefið heildarmynd af stöðunni.“

Þá hafi ytri þættir á borð við kórónuveirufaraldurinn og stríðið í Úkraínu haft áhrif á aðfangakeðjur, sem hafi komið niður á byggingaframkvæmdum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.