Kanye West greindi frá dauða Davidson Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2022 22:28 Kanye West hefur birt enn eina færsluna um Pete Davidson á samfélagsmiðlum. Í þetta sinn hefur hann lýst yfir dauð Skete Davidson. Hvað það þýðir er ekki gott að segja. Samsett/Getty Rapparinn Kanye West brást við sambandsslitum Kim Kardashian og Pete Davidson með því að birta andlátstilkynningu á Instagram fyrir Skete Davidson. Frá því Davidson byrjaði með Kim hefur Kanye áreitt leikarann á samfélagsmiðlum og uppnefnt hann „Skete.“ Kim Kardashian, athafnakona og raunveruleikasjónvarpsstjarna, óskaði eftir skilnaði við Kanye West í febrúar á síðast ári en þá höfðu orðrómar gengið um að hjónin hygðust skilja í þó nokkurn tíma. Það var svo ekki fyrr en í mars á þessu ári sem skilnaðurinn gekk endanlega í gegn. En frá því að Kim óskaði eftir skilnaðinum hefur West farið mikinn á bæði samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum í tilraun til að vinna ást Kim að nýju. Drap Davidson í tónlistarmyndbandi Hegðun West versnaði þó til muna þegar Kim byrjaði með SNL-leikaranum Pete Davidson. Þá hóf West að birta reglulegar níðfærslur um Davidson á samfélagsmiðlum þar sem hann gerði lítið úr Davidson, hótaði honum og uppnefndi hann „Skete Davidson.“ Lágkúruleg hegðun West náði ákveðnu hámarki þegar tónlistarmyndbandið við lagið Eazy með West og rapparanum Game kom út. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=qy7sci2az88">watch on YouTube</a> Í tónlistarmyndbandinu, sem er stillumynd með leirfígúrum (e. claymation), má sjá West í leirlíki ræna leirútgáfu af Pete Davidson og grafa hann lifandi í kjölfarið. Í laginu sjálfu, sem hafði komið út skömmu áður, rappar West um að Guð hafi bjargað sér úr bílslysi svo hann gæti barið Davidson. Myndbandið virtist því fljótt á litið dulin líflátshótun West í garð Davidson. Skete Davidson er dauður Nýjast viðbótin við þessa herferð West gegn Davidson bættist við núna í dag, þremur dögum eftir að fréttir bárust af því að Kardashian og Davidson væru hætt saman. Myndin sem Kanye West birti á Instagram í dag.Skjáskot Þá setti West inn mynd á Instagram af skáldaðri útgáfu af New York Times þar sem stendur á forsíðunni „Skete Davidson Dead at Age 28“ eða „Skete Davidson dáinn 28 ára að aldri.“ Neðar á fölsuðu forsíðunni segir að tónlistarmaðurinn Kid Cudi hafi ætlað að spila í jarðarförinni en hætt við af ótta við að fólk myndi kasta flöskum í hann. Eflaust er það vísun í það þegar Kid Cudi lenti í því nýlega að áhorfendur á tónlistarhátíðinni Rolling Cloud köstuðu flöskum upp á svið. Kid Cudi er vinur bæði West og Davidson en Kanye hefur tekið vinskap Cudi við Davidson nærri sér. Í herferð West gegn Davidson hefur hann því einnig verið duglegur að hæðast að Cudi. Það er ekki gott að segja hvaða þýðingu þessi nýjasta færsla Kanye hefur. Líklega er þetta einungis leið Kanye til að fagna sambandsslitum fyrrum eiginkona sinnar en vonandi þýðir þetta líka að West sé hættur að hrella bæði Davidson og Kardashian. Það er hins vegar aldrei að vita með Kanye. Hollywood Bandaríkin Tónlist Mál Kanye West Tengdar fréttir Ye grefur Pete Davidson í nýjasta tónlistarmyndbandinu sínu Nýjasta útspil rapparans Ye, áður Kanye West, hefur vakið töluverða athygli síðustu klukkustundir. Í nýju myndbandi við lagið Eazy grefur hann leirútgáfu Pete Davidsson. 3. mars 2022 12:16 Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. 14. febrúar 2022 14:00 Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Kim Kardashian, athafnakona og raunveruleikasjónvarpsstjarna, óskaði eftir skilnaði við Kanye West í febrúar á síðast ári en þá höfðu orðrómar gengið um að hjónin hygðust skilja í þó nokkurn tíma. Það var svo ekki fyrr en í mars á þessu ári sem skilnaðurinn gekk endanlega í gegn. En frá því að Kim óskaði eftir skilnaðinum hefur West farið mikinn á bæði samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum í tilraun til að vinna ást Kim að nýju. Drap Davidson í tónlistarmyndbandi Hegðun West versnaði þó til muna þegar Kim byrjaði með SNL-leikaranum Pete Davidson. Þá hóf West að birta reglulegar níðfærslur um Davidson á samfélagsmiðlum þar sem hann gerði lítið úr Davidson, hótaði honum og uppnefndi hann „Skete Davidson.“ Lágkúruleg hegðun West náði ákveðnu hámarki þegar tónlistarmyndbandið við lagið Eazy með West og rapparanum Game kom út. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=qy7sci2az88">watch on YouTube</a> Í tónlistarmyndbandinu, sem er stillumynd með leirfígúrum (e. claymation), má sjá West í leirlíki ræna leirútgáfu af Pete Davidson og grafa hann lifandi í kjölfarið. Í laginu sjálfu, sem hafði komið út skömmu áður, rappar West um að Guð hafi bjargað sér úr bílslysi svo hann gæti barið Davidson. Myndbandið virtist því fljótt á litið dulin líflátshótun West í garð Davidson. Skete Davidson er dauður Nýjast viðbótin við þessa herferð West gegn Davidson bættist við núna í dag, þremur dögum eftir að fréttir bárust af því að Kardashian og Davidson væru hætt saman. Myndin sem Kanye West birti á Instagram í dag.Skjáskot Þá setti West inn mynd á Instagram af skáldaðri útgáfu af New York Times þar sem stendur á forsíðunni „Skete Davidson Dead at Age 28“ eða „Skete Davidson dáinn 28 ára að aldri.“ Neðar á fölsuðu forsíðunni segir að tónlistarmaðurinn Kid Cudi hafi ætlað að spila í jarðarförinni en hætt við af ótta við að fólk myndi kasta flöskum í hann. Eflaust er það vísun í það þegar Kid Cudi lenti í því nýlega að áhorfendur á tónlistarhátíðinni Rolling Cloud köstuðu flöskum upp á svið. Kid Cudi er vinur bæði West og Davidson en Kanye hefur tekið vinskap Cudi við Davidson nærri sér. Í herferð West gegn Davidson hefur hann því einnig verið duglegur að hæðast að Cudi. Það er ekki gott að segja hvaða þýðingu þessi nýjasta færsla Kanye hefur. Líklega er þetta einungis leið Kanye til að fagna sambandsslitum fyrrum eiginkona sinnar en vonandi þýðir þetta líka að West sé hættur að hrella bæði Davidson og Kardashian. Það er hins vegar aldrei að vita með Kanye.
Hollywood Bandaríkin Tónlist Mál Kanye West Tengdar fréttir Ye grefur Pete Davidson í nýjasta tónlistarmyndbandinu sínu Nýjasta útspil rapparans Ye, áður Kanye West, hefur vakið töluverða athygli síðustu klukkustundir. Í nýju myndbandi við lagið Eazy grefur hann leirútgáfu Pete Davidsson. 3. mars 2022 12:16 Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. 14. febrúar 2022 14:00 Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Ye grefur Pete Davidson í nýjasta tónlistarmyndbandinu sínu Nýjasta útspil rapparans Ye, áður Kanye West, hefur vakið töluverða athygli síðustu klukkustundir. Í nýju myndbandi við lagið Eazy grefur hann leirútgáfu Pete Davidsson. 3. mars 2022 12:16
Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. 14. febrúar 2022 14:00
Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30