„Þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2022 20:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Auka þurfi traust til sjávarútvegsins, en það verði ekki gert öðruvísi en með breytingum á regluverki. Samkvæmt könnun Maskínu sögðust 46 prósent hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík í síðasta mánuði, á meðan 26 prósent sögðust hafa í meðallagi miklar áhyggjur. Þá sögðust 28 prósent hafa fremur litlar eða mjög litlar áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Rit sem sýnir afstöðu fólks eftir þeim stjórnmálaflokki sem það styður.Stöð 2/Sara Þeir svarendur sem sögðust líklegastir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef gengið yrði til kosninga í dag, virðast hafa minnstar áhyggjur, en 43 prósent þeirra hafa mjög litlar eða fremur litlar áhyggjur af samþjöppun. Næst á eftir koma þeir sem kjósa myndu Framsókn, þar sem 36 prósent hafa litlar áhyggjur. Aðra sögu er að segja af þeim sem kjósa myndu þriðja ríkisstjórnarflokksinn, Vinstri græn. Um 60 prósent þeirra hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af stöðu mála í sjávarútveginum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. „En við verðum að hafa það í huga að það er þjóðhagslega mikilvægt að þjóðin hafi bæði traust og trú á íslenskum sjávarútvegi. En til þess að svo verði þá þarf ákveðnar breytingar,“ segir Þorgerður. Hún telur að tímabinda þurfi réttinn yfir fiskveiðiauðlindinni, koma á réttlátu gjaldi fyrir afnot hennar og skýrar reglur um samþjöppun sjávarútvegsins. Viðreisn hafi ítrekað lagt fram tillögur um einmitt þetta, en þær ekki náð fram að ganga. 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi.Stöð 2/Sara „Í fimm ár erum við búin að upplifa það að ríkisstjórnin er bara búin að tefla einhverjum biðleikjum í þessum grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar.“ Hún telur þó ekki líklegt að nokkuð breytist í málaflokkinum. „Það þarf að breyta, það þarf að gera þetta skýrar, það þarf að vekja traust þjóðarinnar. Og í þessari könnun greinilega, þá vantar svolítið mikið upp á það traust. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.“ Sjávarútvegur Alþingi Síldarvinnslan Kauphöllin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Samkvæmt könnun Maskínu sögðust 46 prósent hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík í síðasta mánuði, á meðan 26 prósent sögðust hafa í meðallagi miklar áhyggjur. Þá sögðust 28 prósent hafa fremur litlar eða mjög litlar áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Rit sem sýnir afstöðu fólks eftir þeim stjórnmálaflokki sem það styður.Stöð 2/Sara Þeir svarendur sem sögðust líklegastir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef gengið yrði til kosninga í dag, virðast hafa minnstar áhyggjur, en 43 prósent þeirra hafa mjög litlar eða fremur litlar áhyggjur af samþjöppun. Næst á eftir koma þeir sem kjósa myndu Framsókn, þar sem 36 prósent hafa litlar áhyggjur. Aðra sögu er að segja af þeim sem kjósa myndu þriðja ríkisstjórnarflokksinn, Vinstri græn. Um 60 prósent þeirra hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af stöðu mála í sjávarútveginum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. „En við verðum að hafa það í huga að það er þjóðhagslega mikilvægt að þjóðin hafi bæði traust og trú á íslenskum sjávarútvegi. En til þess að svo verði þá þarf ákveðnar breytingar,“ segir Þorgerður. Hún telur að tímabinda þurfi réttinn yfir fiskveiðiauðlindinni, koma á réttlátu gjaldi fyrir afnot hennar og skýrar reglur um samþjöppun sjávarútvegsins. Viðreisn hafi ítrekað lagt fram tillögur um einmitt þetta, en þær ekki náð fram að ganga. 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi.Stöð 2/Sara „Í fimm ár erum við búin að upplifa það að ríkisstjórnin er bara búin að tefla einhverjum biðleikjum í þessum grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar.“ Hún telur þó ekki líklegt að nokkuð breytist í málaflokkinum. „Það þarf að breyta, það þarf að gera þetta skýrar, það þarf að vekja traust þjóðarinnar. Og í þessari könnun greinilega, þá vantar svolítið mikið upp á það traust. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.“
Sjávarútvegur Alþingi Síldarvinnslan Kauphöllin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira