Innlent

Maður féll í gil í Norðdal

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og flaug með manninn til Reykjavíkur.
Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og flaug með manninn til Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Maður féll niður í gil í Norðdal í dag og slasaðist töluvert að sögn Úlfars Arnar Hjartarsonar í svæðisstjórn björgunarsveitar á Ströndum. Fallið hafi verið um tuttugu til þrjátíu metrar.

Að sögn Úlfars var aðkoman að slysinu erfið en einstaklingurinn hafi hafnað í gili sem sé við veginn sem liggur upp á Steingrímsfjarðarheiði. Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn hafi vegfarandi þegar farið niður í gilið og hafið aðhlynningu.

Sigurður Árni Vilhjálmsson, formaður björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík segir útkallið hafa borist um klukkan tvö í dag og aðstæður hafi verið krefjandi í mikilli rigningu en gilið sé um fimmtíu metra utan vegar. RÚV greindi fyrst frá slysinu.

Björgunarsveitarmenn, læknir og sjúkraflutningamenn önnuðust manninn þar til þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og flaug með hann til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar á sjúkrahúsi að sögn Úlfars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×