Erlent

Fær­eyingar segja nei takk við Herjólfi III

Bjarki Sigurðsson skrifar
Herjólfur III á að sigla milli Suðureyjar og Þórshafnar á meðan ferjan Smyril fer í slipp.
Herjólfur III á að sigla milli Suðureyjar og Þórshafnar á meðan ferjan Smyril fer í slipp. Getty/Sven-Erik Arndt

Færeyingar hafa stofnað undirskriftarlista þess efnis að fá annað skip en Herjólfur III til þess að sigla milli Þórshafnar og Suðureyjar á meðan ferjan Smyril fer í slipp. Ekki sé nægt pláss í Herjólfi til að hann leysi Smyril af.

Færeyska Kringvarpið greinir frá þessu en Herjólfur III er í leigu hjá stofnuninni Strandfaraskip landsins frá Vegagerðinni en stofnuninn rekur ferjur og almenningsvagna í Færeyjum. 

Ekki nóg með það að Herjólfur III sé ekki nægilega stór að sögn Færeyinga þá tekur siglinginn einnig lengri tíma. Þeir sem stofnuðu undirskriftarlistann vilja koma í veg fyrir að Smyril fari í slipp þar til ný afleysingarferja er fundin. 

Færeyingar hafa einnig kallað eftir því að lögð verði göng milli Suðureyjar og Straumseyjar þar sem Þórshöfn er. Vonast þeir eftir því að geta keyrt á milli eyjanna árið 2030.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×